Látum brotin ekki fyrnast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2005 00:01 Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjórtán þúsund manns hafa skrifað undir stuðning við frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar alþingismanns um að fyrning kynferðsbrota gegn börnum verði felld niður í íslensku réttarkerfi. Allsherjarnefnd hefur haft frumvarpið til meðferðar í meira en ár og enn er ekki útséð um hvort það fær afgreiðslu áður en þingmenn halda í sumarfrí. Þar á bæ er ekkert verið að flýta sér. Kynferðisbrot gegn börnum er viðurstyggilegur glæpur. Þar er fullorðinn einstaklingur að svipta barn æsku sinni og notar traust þess og trúnað til að brjóta það sjálft niður, jafnvel fyrir lífstíð. Fólk hefur fylgst agndofa með ýmsum dómum sem fallið hafa í kynferðisbrotamálum gegn börnum á undanförnum árum þar sem linkindin hefur ráðið för og lagabókstafurinn verið notaður glæpamanninum í hag. Þó svo að öll brot fyrnist með tímanum nema morð ættu önnur lögmál að gilda um kynferðisbrot gegn börnum. Þar er fullorðinn einstaklingur að nýta sér veika stöðu barns sem á sér ekki undankomu auðið. Lítið barn gengur ekki inn á lögreglustöð og kærir einhvern nákominn. Það tekur yfirleitt mörg ár eða áratugi fyrir þann sem fyrir níðingsskapnum verður að viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum það sem hann hefur upplifað. Angistin sem fylgir öllu þessu ferli er svo djúpstæð. Undirskriftirnar fjórtán þúsund sýna ótvírætt að almenningur lýsir frati á núgildandi lög sem hljóða upp á að þessi brot fyrnist á fimm til fimmtán árum eftir að barnið hefur náð fjórtán ára aldri. Í nágrannalöndunum er þessum málum fyrir komið á annan veg. Þar fyrnast þessi brot mun seinna en hér tíðkast. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í íslensku samfélagi hefur komið æ meira upp á yfirborðið á seinni árum og þó er hætt við að aðeins toppurinn á ísjakanum sé kominn í ljós. Skýrslur frá samtökunum Stígamótum sýna að um helmingur þeirra sem þangað leita vegna slíkra mála eru eldri en 30 ára. Það þýðir einfaldlega að gerandinn er sloppinn og brot hans fyrnt, jafnvel þótt það hafi verið af grófasta tagi. Í því felst mikið óréttlæti. Hinn ungi og skeleggi þingmaður Ágúst Ólafur á heiður skilinn fyrir að leggja þetta mál fram. Vonandi fær það farsæla afgreiðslu hjá hinu háa alþingi og það sem fyrst. Það er þýðingarmeira mál en svo að það megi sofna inni í einhverri nefnd bara vegna þess að stjórnarandstöðuþingmaður talar fyrir því. Það skiptir allt of mörg fórnarlömb máli til að hægt sé að nota það sem baráttutæki í slag stjórnar og stjórnarandstöðu.Gunnþóra Gunnarsdóttir - gun@frettabladid.is
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun