Ekkert upplýst um starfið 4. maí 2005 00:01 Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utanríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðuneytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttindamála en áður. "Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttindamálum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum," sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráðherra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluaðgerðir hans hérlendis og erlendis. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningarfrelsið stöðvaði fjölmiðlafrumvapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæstaréttardómum um mannréttindabrot á öryrkjum þar sem ríkisstjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. "Nú hefur utanríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjármunum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvitað afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira
Snarpar umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar á Alþingi í gær og krafðist stjórnarandstaðan þess að fá frumvarp um framlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands tekið á dagskrá þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, kvað sér hljóðs og sagði að forsætisráðherra hefði bréflega hafnað kröfu um að verða til svara um málið og vísað því til dómsmála- og utanríkisráðherra. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði málið ítrekað hafa verið rætt að undanförnu, meðal annars í tengslum við skýrslu um utanríkismál í síðustu viku. Hann ítrekaði að utanríkisráðuneytið mundi ekki verja minni fjárhæðum til mannréttindamála en áður. "Það má vel vera að Mannréttindaskrifstofan hafi unnið að þörfum mannréttindamálum en það er svo skrítið að í öllum þessum umræðum hefur ekki verið upplýst með hvaða hætti Mannréttindaskrifstofan hefur bætt mannréttindi hér á landi. Ég vona að hún hafi gert það á undanförnum árum," sagði Davíð. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði leitt til þess að vita að utanríkisráðherra hefði ekki orðið var við vaxandi mannréttindastarf í landinu. Hann hefði til dæmis getað kynnst því í gagnrýninni og vitundarvakningunni um borgaraleg réttindi þegar Falun Gong-málið fór sem hæst og gagnrýndar voru lögregluaðgerðir hans hérlendis og erlendis. Hann hefði getað kynnst því þegar umræðan um tjáningarfrelsið stöðvaði fjölmiðlafrumvapið á síðasta ári. Þá hefði hann getað kynnst því í hæstaréttardómum um mannréttindabrot á öryrkjum þar sem ríkisstjórn hans sjálfs hefði aftur og aftur verið gerð afturreka með ákvarðanir sínar. "Nú hefur utanríkisráðherra bitið höfuðið af skömminni með því að lýsa því hér yfir að hann hafi svipt Mannréttindaskrifstofuna fjármunum sínum án þess að hafa kynnt sér starfsemina... Auðvitað afhjúpar þetta pólítískar refsiaðgerðir gegn Mannréttindaskrifstofunni sem hefur leyft sér að vera verið óþægur ljár í þúfu ráðamanna."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Sjá meira