Aukin ríkisumsvif 8. maí 2005 00:01 Í dag mun menntamálanefnd Alþingis senda frá sér nýja útgáfu af frumvarpi til laga um ríkisfjölmiðlana, hverjar skyldur og hlutverk þeirra eigi að vera og hvernig þeim skuli stjórnað. Hörð gagnrýni úr ýmsum áttum hefur komið fram á fyrstu gerð frumvarpsins, ekki síst vegna þess að þar er Ríkisútvarpinu gefin mun víðtækari heimild til að útfæra starfsemi sína en það hefur í núgildandi lögum. Enn er von um að menntamálanefnd lagfæri verstu annmarka þessa frumvarps, sérstaklega kaflana um hlutverk stofnunarinnar og heimild hennar til þess að taka þátt í annarri starfsemi en sjónvarps- og útvarpsrekstri. Sú vonartýra er þó fremur dauf því upprunalega frumvarpið er svo afspyrnuvont að frekar ætti að varpa því á haugana en freista þess að lappa upp á það. Nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra kemur úr Sjálfstæðisflokknum en þess hefur lengi verið beðið að flokkurinn kæmi fram með frumvarp sem tæki til rækilegrar endurskoðunar stöðu Ríkisútvarpsins á frjálsum fjölmiðlamarkaði. Athugið í því sambandi að nú eru um tveir áratugir frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Því meiri voru vonbrigðin þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir því metnaðarlausa frumvarpi sem menntamálanefnd hefur til meðferðar. Í skýrslu hinnar þverpólitísku fjölmiðlanefndar er eitt orð sem kemur fyrir oftar en öll önnur og það er orðið fjölbreytni. Hér er til dæmis ein tilvitnun: "Það þarf með öllum tiltækum leiðum að tryggja eins og kostur er, menningarlega og stjórnmálalega fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði ." Maður spyr sig hvort fjölbreytni sé tryggð með því að dagskrá Ríkissjónvarpsins sé byggð í grundvallaratriðum upp á enskum og bandarískum gamanþáttum og bíómyndum eins og dagskrá Stöðvar 2 og Skjás 1? Ríkissjónvarpið keppir blákalt við þessar stöðvar um sýningarréttinn á vinsælu bandarísku sjónvarpsefni þótt allt að þreföldun hafi orðið á verði þeirra undanfarin ár. Af hverju snýr Ríkissjónvarpið sér ekki að einhverju öðru? Eflir innlenda dagskrárgerð, talsetur meira af barnefni og sýnir sjónvarpsefni á öðru máli en engilsaxnesku? Það væri réttara að festa í lög kvöð um slíkt en að blessa sérstöðuleysi stofnunarinnar með nýju lagafrumvarpi. Það er með miklum ólíkindum að eftir fjórtán ára valdasetu í ráðuneyti menntamála, sem Ríkisútvarpið heyrir undir, skuli Sjálfstæðisflokkurinn standa að lagafrumvarpi þar sem á að opna upp á gátt dyrnar að enn víðtækari ríkisrekstri í fjölmiðlun en við höfum nú þegar. Hvað hefur komið fyrir þennan flokk sem hefur verið helsti merkisberi frelsis og minnkandi ríkisumsvifa á Íslandi? Hvað segja þeir þingmenn flokksins sem hafa helst viljað gefa sig út fyrir að styðja frjálslyndi og einkaframtak? Er þetta ykkar frumvarp, Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Gunnar Ingi Birgisson og Guðlaugur Þór Þórðarson? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í dag mun menntamálanefnd Alþingis senda frá sér nýja útgáfu af frumvarpi til laga um ríkisfjölmiðlana, hverjar skyldur og hlutverk þeirra eigi að vera og hvernig þeim skuli stjórnað. Hörð gagnrýni úr ýmsum áttum hefur komið fram á fyrstu gerð frumvarpsins, ekki síst vegna þess að þar er Ríkisútvarpinu gefin mun víðtækari heimild til að útfæra starfsemi sína en það hefur í núgildandi lögum. Enn er von um að menntamálanefnd lagfæri verstu annmarka þessa frumvarps, sérstaklega kaflana um hlutverk stofnunarinnar og heimild hennar til þess að taka þátt í annarri starfsemi en sjónvarps- og útvarpsrekstri. Sú vonartýra er þó fremur dauf því upprunalega frumvarpið er svo afspyrnuvont að frekar ætti að varpa því á haugana en freista þess að lappa upp á það. Nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra kemur úr Sjálfstæðisflokknum en þess hefur lengi verið beðið að flokkurinn kæmi fram með frumvarp sem tæki til rækilegrar endurskoðunar stöðu Ríkisútvarpsins á frjálsum fjölmiðlamarkaði. Athugið í því sambandi að nú eru um tveir áratugir frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Því meiri voru vonbrigðin þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mælti fyrir því metnaðarlausa frumvarpi sem menntamálanefnd hefur til meðferðar. Í skýrslu hinnar þverpólitísku fjölmiðlanefndar er eitt orð sem kemur fyrir oftar en öll önnur og það er orðið fjölbreytni. Hér er til dæmis ein tilvitnun: "Það þarf með öllum tiltækum leiðum að tryggja eins og kostur er, menningarlega og stjórnmálalega fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði ." Maður spyr sig hvort fjölbreytni sé tryggð með því að dagskrá Ríkissjónvarpsins sé byggð í grundvallaratriðum upp á enskum og bandarískum gamanþáttum og bíómyndum eins og dagskrá Stöðvar 2 og Skjás 1? Ríkissjónvarpið keppir blákalt við þessar stöðvar um sýningarréttinn á vinsælu bandarísku sjónvarpsefni þótt allt að þreföldun hafi orðið á verði þeirra undanfarin ár. Af hverju snýr Ríkissjónvarpið sér ekki að einhverju öðru? Eflir innlenda dagskrárgerð, talsetur meira af barnefni og sýnir sjónvarpsefni á öðru máli en engilsaxnesku? Það væri réttara að festa í lög kvöð um slíkt en að blessa sérstöðuleysi stofnunarinnar með nýju lagafrumvarpi. Það er með miklum ólíkindum að eftir fjórtán ára valdasetu í ráðuneyti menntamála, sem Ríkisútvarpið heyrir undir, skuli Sjálfstæðisflokkurinn standa að lagafrumvarpi þar sem á að opna upp á gátt dyrnar að enn víðtækari ríkisrekstri í fjölmiðlun en við höfum nú þegar. Hvað hefur komið fyrir þennan flokk sem hefur verið helsti merkisberi frelsis og minnkandi ríkisumsvifa á Íslandi? Hvað segja þeir þingmenn flokksins sem hafa helst viljað gefa sig út fyrir að styðja frjálslyndi og einkaframtak? Er þetta ykkar frumvarp, Birgir Ármannsson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Gunnar Ingi Birgisson og Guðlaugur Þór Þórðarson?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun