Markmið náist ekki vegna olíuverðs 9. maí 2005 00:01 Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara. Það eru nokkur félög sem standa að mótmælunum: Ferðaklúbburinn 4X4, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, Landssamband sendibílstjóra, Bifreiðastjórafélagið Átak og Félag hópferðaleyfishafa. Safnast verður saman klukkan 16 við Ikea í Holtagörðum og ekið þaðan að Alþingishúsinu þar sem stjórnvöldum verða afhent mótmæli hópsins. Halldór Sveinsson í Ferðaklúbbnum 4X4 segir að miðað við þau áform sem liggi fyrir núna telji félögin að markmiðin með lögunum falli um sjálf sig með verðlagningu á dísilolíu. Að sögn Halldórs eru um 8 prósent bíla á landinu dísilbílar en í nágrannalöndunum er hlutfallið 40 til 50 prósent. Hann segir það endurspeglast í verðlagningunni í þessum löndum. Þegar lögin hafi verið samþykkt hér í fyrra hafi dísilolía verið um 20 krónum ódýrari en bensín annars staðar á Norðurlöndum en hér á landi verði olían töluvert dýrari en bensínið. Félögin telji því það ekki vera hvetjandi fyrir fólk til að skipta yfir á dísilbíla, en dísilvél sé umhverfisvænni en bensínvél. Þeir sem að mótmælunum standa telja að gera eigi Íslendingum jafn auðvelt eða auðveldara en öðrum þjóðum að taka dísilbíla í almenna notkun. Þá segir hópurinn að harkalega sé vegið að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem nota dísilbíla stóraukist og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilu starfsstéttirnar. Skorað er á stjórnvöld að afstýra þeim mistökum sem í verðlagningunni felist. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Háu dísilolíuverði verður mótmælt formlega í dag með hópakstri frá Holtagörðum að Alþingi. Þeir sem að mótmælunum standa segja markmið nýrra laga um dísilolíu ekki nást með þeim leiðum sem ríkisstjórnin vill fara. Það eru nokkur félög sem standa að mótmælunum: Ferðaklúbburinn 4X4, Frami, stéttarfélag leigubílstjóra, Landssamband sendibílstjóra, Bifreiðastjórafélagið Átak og Félag hópferðaleyfishafa. Safnast verður saman klukkan 16 við Ikea í Holtagörðum og ekið þaðan að Alþingishúsinu þar sem stjórnvöldum verða afhent mótmæli hópsins. Halldór Sveinsson í Ferðaklúbbnum 4X4 segir að miðað við þau áform sem liggi fyrir núna telji félögin að markmiðin með lögunum falli um sjálf sig með verðlagningu á dísilolíu. Að sögn Halldórs eru um 8 prósent bíla á landinu dísilbílar en í nágrannalöndunum er hlutfallið 40 til 50 prósent. Hann segir það endurspeglast í verðlagningunni í þessum löndum. Þegar lögin hafi verið samþykkt hér í fyrra hafi dísilolía verið um 20 krónum ódýrari en bensín annars staðar á Norðurlöndum en hér á landi verði olían töluvert dýrari en bensínið. Félögin telji því það ekki vera hvetjandi fyrir fólk til að skipta yfir á dísilbíla, en dísilvél sé umhverfisvænni en bensínvél. Þeir sem að mótmælunum standa telja að gera eigi Íslendingum jafn auðvelt eða auðveldara en öðrum þjóðum að taka dísilbíla í almenna notkun. Þá segir hópurinn að harkalega sé vegið að atvinnubílstjórum þar sem rekstrarkostnaður þeirra sem nota dísilbíla stóraukist og muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilu starfsstéttirnar. Skorað er á stjórnvöld að afstýra þeim mistökum sem í verðlagningunni felist.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira