Skemmtilegt þegar tónlistin fæðist 10. maí 2005 00:01 "Starf mitt felst fyrst og fremst í því að semja tónlist, en það geri ég oftast við píanóið þar sem ég sem texta og melódíur samtímis," segir Margrét Kristín Sigurðardóttir tónlistarkona, betur þekkt sem Fabúla. "Ég á tvö börn og get því ekki alltaf stokkið til þegar mig langar að semja þannig að ég hef lært að vera skipulögð og tek til dæmis alltaf föstudaga frá til að sinna tónlistinni eingöngu," segir Margrét Kristín sem sinnir einnig sérkennslu því hún segir fáa tónlistarmenn lifa á tónlistinni einni saman. "Tónlistarlífinu fylgir viss óvissa og aldrei hægt að treysta á fastar tekjur þannig að margir verða að sinna öðru starfi samhliða," segir Margrét Kristín. Starfið felst þó ekki aðeins í því að sitja við píanóið og semja því tónlistina þarf að flytja. "Ég er með hljómsveit þannig að ég er nú ekki alveg ein í þessu og við vinnum tónlistina mikið saman auk þess sem við spilum út um allt," segir Margrét Kristín. "Tónlist hefur alltaf togað í mig ásamt leiklistinni, nema tónlistin togaði kannski aðeins sterkar," segir Margrét Kristín og kveðst ekki hafa tekið neina meðvitaða ákvörðun um það að starfa á því sviði. "Á unglingsárunum var ég alltaf að spila eitthvað með vinum mínum, spilaði á píanó og fór svo að læra á trommur og hlutirnir þróuðust í þá átt að þetta er starfið mitt í dag," segir Margrét Kristín sem finnst svo sannarlega gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna þó það sé oft ekki lengra en að píanóinu. "Tónlistarstarfið er algerlega mitt draumastarf og skemmtilegast þykir mér þegar tónlistin er að fæðast, það er stóra augnablikið í ferlinu, þó auðvitað sé flutningurinn skemmtilegur líka," segir Margrét Kristín sem heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í vikunni og í framhaldi af því mun hún hefja vinnu að nýrri plötu. Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Starf mitt felst fyrst og fremst í því að semja tónlist, en það geri ég oftast við píanóið þar sem ég sem texta og melódíur samtímis," segir Margrét Kristín Sigurðardóttir tónlistarkona, betur þekkt sem Fabúla. "Ég á tvö börn og get því ekki alltaf stokkið til þegar mig langar að semja þannig að ég hef lært að vera skipulögð og tek til dæmis alltaf föstudaga frá til að sinna tónlistinni eingöngu," segir Margrét Kristín sem sinnir einnig sérkennslu því hún segir fáa tónlistarmenn lifa á tónlistinni einni saman. "Tónlistarlífinu fylgir viss óvissa og aldrei hægt að treysta á fastar tekjur þannig að margir verða að sinna öðru starfi samhliða," segir Margrét Kristín. Starfið felst þó ekki aðeins í því að sitja við píanóið og semja því tónlistina þarf að flytja. "Ég er með hljómsveit þannig að ég er nú ekki alveg ein í þessu og við vinnum tónlistina mikið saman auk þess sem við spilum út um allt," segir Margrét Kristín. "Tónlist hefur alltaf togað í mig ásamt leiklistinni, nema tónlistin togaði kannski aðeins sterkar," segir Margrét Kristín og kveðst ekki hafa tekið neina meðvitaða ákvörðun um það að starfa á því sviði. "Á unglingsárunum var ég alltaf að spila eitthvað með vinum mínum, spilaði á píanó og fór svo að læra á trommur og hlutirnir þróuðust í þá átt að þetta er starfið mitt í dag," segir Margrét Kristín sem finnst svo sannarlega gaman að vakna á morgnana og fara í vinnuna þó það sé oft ekki lengra en að píanóinu. "Tónlistarstarfið er algerlega mitt draumastarf og skemmtilegast þykir mér þegar tónlistin er að fæðast, það er stóra augnablikið í ferlinu, þó auðvitað sé flutningurinn skemmtilegur líka," segir Margrét Kristín sem heldur tónleika í Borgarleikhúsinu í vikunni og í framhaldi af því mun hún hefja vinnu að nýrri plötu.
Atvinna Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira