Gervigreindarsetur stofnað 10. maí 2005 00:01 Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Tölvukerfi sem læra af reynslunni, bregðast við ófyrirséðum uppákomum og taka sjálfstæðar ákvarðanir, eru hluti af því sem nýstofnað Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík vinnur að. Yngvi Björnsson og Kristinn R. Þórisson, forstöðumenn setursins eru báðir doktorsmenntaðir í gervigreind. Þeir hafa síðastliðið ár unnið að rannsóknum á þessu sviði fyrir HR en umfangið var orðið svo mikið að þeim fannst tími til kominn að stofna formlegt setur sem var gert nú í apríl. "Heimurinn er orðinn mjög tæknilega flókinn," segir Yngvi sem segir stofnun setursins vera einn lið í því að stuðla að þróun hátækniiðnaðar hér á landi. Ætlunin sé að tengja starf stofnunarinnar við atvinnulífið en einnig verði unnin rannsóknarvinna í samstarfi við háskóla í Norður Ameríku og Evrópu. Kristinn telur stofnunina hafa töluverða þýðingu í alþjóðlegu samhengi. Breidd í námi aukist sem geri Ísland samkeppnishæfara. "Með stofnuninni gefst okkur möguleiki á að hafa áhrif á sviðið sem er mikill munur frá því að fylgja öðrum eftir," segir Kristinn sem finnst mjög spennandi að fá að móta nýtt svið sem á eftir að hafa mikil áhrif eftir nokkur ár. Sú mynd sem Hollywood hefur gefið okkur af gervigreind er af ofurgreindum vélmennum í leit að heimsyfirráðum. Yngvi telur töluvert í að sú mynd verði að raunveruleika. Í dag nýtist tæknin í iðnaði, viðskiptalífi og víðar. Til dæmis í stýrikerfum heimilistækja og í kerfum sem spái fyrir um þróun á fjármálamarkaði. "Hugbúnaðurinn lærir á þig í stað þess að þú lærir á hann," segir Yngvi og nefnir sem dæmi gervihnéð sem Össur hefur nýlega fengið alþjóðleg verðlaun fyrir. Gervigreindin hefur einnig verið notuð í tölvuleikjum. Þar eru búnar til sýndararverur gæddar mannlegum eiginleikum bæði til skemmtunar og rannsókna. Yngvi segir leikina hentuga þar sem þeir skapi rannsóknarstofuumhverfi þar sem tölvunarfræðingar geti stýrt umhverfinu eins og eðlisfræðingar á rannsóknarstofu.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira