Er eftirliti ábótavant? Trausti Hafliðason skrifar 10. maí 2005 00:01 Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eftirlitsnefnd Félags fasteignasala hefði lokað fasteignasölunni Remax í Kópavogi vegna þess að enginn löggiltur fasteignasali hefði starfað þar. Lokunin varði reyndar aðeins í tæpan sólarhring því einn starfsmannanna beið löggildingar og fékk hana daginn eftir að sölunni var lokað. Það er því ljóst að Remax í Kópavogi var ekki lokað vegna vafasamra viðskiptahátta eða brota á lögum. Engu að síður vekur þetta mál upp ákveðnar spurningar. Áleitnar spurningar um öryggi fasteignaviðskipta. Reyndar verður að líta það alvarlegum augum ef heil fasteignasala er rekin án þess að starfsmaður með tilskilda menntun starfi þar. Skiptir þá engu máli í hversu stuttan tíma. Fasteignasalar eru í langflestum tilvikum að sýsla með aleigu fólks og því liggur í augum uppi að afar brýnt er að eftirlit með þeim sé skilvirkt. Dæmin sanna að ef sofið er á verðinum getur farið illa. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en fjórtán mánuði. Þá var Bjarni Sigurðsson, þáverandi eigandi Fasteignasölunnar Holts í Kópavogi, dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals, fjárdrátt og skattalagabrot. Hann sveik út samtals um 160 milljónir - meðal annars frá viðskiptavinum. Svik Bjarna, sem játaði skýlaust öll sín brot fyrir dómi, stóðu yfir í rúmt ár. Holtsmálið var reyndar allt með miklum ólíkindum því margir eftirlitsaðilar, svo ég noti það slæma orð, sváfu á verðinum. Þann 30. janúar árið 2002 kærði byggingaverktaki Bjarna. Nokkru eftir að málið komst upp ritaði ríkissaksóknari sýslumanninum í Kópavogi bréf þar sem óskað var skýringa á meðferð lögreglunnar í Kópavogi á kærunni. Í bréfi sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins sagði að rannsókn málsins hefði tafist vegna þess mikla fjölda mála sem væri til rannsóknar hjá embættinu. Einnig hefði verið litið til þess að fasteignasalinn hefði gert upp skuld sína við kærandann. Þetta var rangt mat hjá sýslumanninum, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Sýslumaðurinn átti strax að senda málið til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Eftir þessi mistök sýslumannsins sendi hann ríkissaksóknara bréf þar sem fram kom að verið væri að vinna að nýjum verklagsreglum um meðferð opinberra mála hjá lögregluembættinu í Kópavogi. Vonandi eru þessar verklagsreglur nú komnar í lag. Það var ekki nóg með að ríkissaksóknari hefði gagnrýnt framgang málsins á sínum tíma. Íbúðalánasjóður gerði það einnig. Hvorki lögreglan né dómsmálaráðuneytið lét Íbúðalánasjóð vita af kærunni fyrr en eigandi Holts í Kópavogi hafði játað. Það var í október árið 2002, átta mánuðum eftir að kæran var lögð fram. Í millitíðinni hafði Bjarni falsað og breytt framsölum á fasteignaveðbréfum. Einnig hafði hann breytt upplýsingum um ráðstöfun andvirðis viðbótarlána á yfirlýsingunum sem hann hafði fengið í hendur frá viðskiptavinum fasteignasölunnar. Eftir Holtsmálið hafa yfirvöld hysjað upp um sig brækurnar. Í október síðastliðnum tóku gildi ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Í kjölfarið skipaði dómsmálaráðherra í ofangreinda eftirlitsnefnd. Samkvæmt lögunum hefur nefndin gríðarlega víðtækum skyldum að gegna, sem og víðtækar heimildir. Það ber að hrósa nefndinni fyrir að vera þegar farin að láta til sín taka, eins og dæmið um Remax í Kópavogi sannar. Hins vegar er nauðsynlegt að allar fasteignasölur sitji við sama borð hjá eftirlitsnefndinni. Það er til hagsmuna fyrir neytendur, því þegar öllu er á botninn hvolft starfar nefndin í umboði þeirra. Þótt hún sé tekin til starfa þýðir það ekki að fólk setji allt sitt traust á hana. Því ráðlegg ég öllum sem eru að fara að kaupa eða selja eign að kanna hvort fasteignasalan sem skipta á við hafi löggiltan fasteignasala innan sinna veggja. trausti@frettabladid.is
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun