Fjallgöngur aldrei verið vinsælli 13. október 2005 19:12 "Fjallgöngur eru greinilega í tísku en þegar maður var að byrja að ganga á fjöll um 1980 þá var maður álitinn skrítinn," rifjar Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarmaður upp. Hann segir gönguferðir reyndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna í dálítinn tíma og margt blandist inn í það, til dæmis heilsuefling og annað slíkt. Uppselt er í margar gönguferðir sumarsins og um hundrað manns ætla að ganga á Hvannadalshnjúk nú um hvítasunnuna. "Það er einhver rómantík í því að komast á hæsta tind landsins. Þar vilja allir standa," segir Guðmundur þegar hann er spurður álits á þessum mikla áhuga. Hann dregur reyndar í efa að allir séu nógu vel undirbúnir undir jökulgönguna enda sé hún frekar erfið. En telur hann að fólk upplifi gönguferðir um landið á annan hátt en áður og þar sé einhver rómantík í spilinu? "Ég held það sé dálítið misjafnt. Sumir fara í göngur til að kynnast landinu, virða fyrir sér útsýnið og spá kannski í jarðfræðina og söguna. Nokkurskonar landkönnuðarferðir. Svo fer fólk á fjöll sem leggur allt kapp á að komast nógu hratt. Þannig að segja má að sportið sé komið inn í þetta. Vegalengd sem venjulega er farin á þremur til fjórum dögum er þá farin kannski á fimm tímum. Umhverfis- og náttúruvernd spilar líka inn í þennan aukna áhuga. Þannig að það er engin ein lína í þessu." Guðmundur hefur verið fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands um Hornstrandarsvæðið frá 1990. Hann segir allar Hornstrandaferðir hjá Ferðafélaginu í sumar hafa selst upp og tvær aukaferðir verið settar á dagskrá. Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Fjallgöngur eru greinilega í tísku en þegar maður var að byrja að ganga á fjöll um 1980 þá var maður álitinn skrítinn," rifjar Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarmaður upp. Hann segir gönguferðir reyndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna í dálítinn tíma og margt blandist inn í það, til dæmis heilsuefling og annað slíkt. Uppselt er í margar gönguferðir sumarsins og um hundrað manns ætla að ganga á Hvannadalshnjúk nú um hvítasunnuna. "Það er einhver rómantík í því að komast á hæsta tind landsins. Þar vilja allir standa," segir Guðmundur þegar hann er spurður álits á þessum mikla áhuga. Hann dregur reyndar í efa að allir séu nógu vel undirbúnir undir jökulgönguna enda sé hún frekar erfið. En telur hann að fólk upplifi gönguferðir um landið á annan hátt en áður og þar sé einhver rómantík í spilinu? "Ég held það sé dálítið misjafnt. Sumir fara í göngur til að kynnast landinu, virða fyrir sér útsýnið og spá kannski í jarðfræðina og söguna. Nokkurskonar landkönnuðarferðir. Svo fer fólk á fjöll sem leggur allt kapp á að komast nógu hratt. Þannig að segja má að sportið sé komið inn í þetta. Vegalengd sem venjulega er farin á þremur til fjórum dögum er þá farin kannski á fimm tímum. Umhverfis- og náttúruvernd spilar líka inn í þennan aukna áhuga. Þannig að það er engin ein lína í þessu." Guðmundur hefur verið fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands um Hornstrandarsvæðið frá 1990. Hann segir allar Hornstrandaferðir hjá Ferðafélaginu í sumar hafa selst upp og tvær aukaferðir verið settar á dagskrá.
Ferðalög Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira