Las þingmönnum pistilinn 17. maí 2005 00:01 Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. Galloway var ásamt öðrum, þar á meðal fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands og rússneska þjóðernisöfgasinnanum Zhirinovsky, sakaður um óheiðarleg viðskipti með olíu í nýrri skýrslu bandarískrar þingnefndar sem rannsakar spillingu í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann harðneitar þessu; segist aldrei hafa séð olíufat, átt það, keypt það eða selt, og ekki heldur neinn á hans vegum. Galloway, sem hefur verið hatrammur andstæðingur Íraksstríðsins, lá ekki á skoðun sinni og benti á villur í skýrslunni, meðal annars þá að hann hefði ekki hitt Saddam Hussein mörgum sinnum, heldur aðeins tvisvar, eða jafn oft og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Munurinn væri sá að Rumsfeld hafi hitt hann til að selja honum byssur og afhenda honum landakort til að auðveldara væri að miða byssunum. „Ég hitti hann til að reyna að binda enda á refsiaðgerðir, þjáningar og stríð,“ sagði Galloway. „Í seinna tilfellinu hitti ég hann til að reyna að fá hann til að hleypa dr. Hans Blix og vopnaleitarmönnum Sameinuðu þjóðanna aftur inn í landið (Írak). Þetta var öllu betri notkun á tveimur fundum með Saddam Hussein en hjá varnarmálaráðherranum ykkar,“ sagði Galloway beittum rómi. Yfirheyrslan var á köflum ansi áköf þó bæði Galloway og bandarísku þingmennirnir héldu ró sinni að mestu. Galloway sagði þetta móður allra blekkinga. „Þið reynið að draga athyglina frá þeim glæpum sem þið studduð, frá þjófnaði milljarða dala af auði Íraka. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Breski þingmaðurinn George Galloway las bandarískum þingmönnum pistilinn í harðorðri gagnsókn í dag þegar hann var kallaður til vitnis vegna ásakana um að hafa makað krókinn á vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein. Galloway var ásamt öðrum, þar á meðal fyrrverandi innanríkisráðherra Frakklands og rússneska þjóðernisöfgasinnanum Zhirinovsky, sakaður um óheiðarleg viðskipti með olíu í nýrri skýrslu bandarískrar þingnefndar sem rannsakar spillingu í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hann harðneitar þessu; segist aldrei hafa séð olíufat, átt það, keypt það eða selt, og ekki heldur neinn á hans vegum. Galloway, sem hefur verið hatrammur andstæðingur Íraksstríðsins, lá ekki á skoðun sinni og benti á villur í skýrslunni, meðal annars þá að hann hefði ekki hitt Saddam Hussein mörgum sinnum, heldur aðeins tvisvar, eða jafn oft og Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Munurinn væri sá að Rumsfeld hafi hitt hann til að selja honum byssur og afhenda honum landakort til að auðveldara væri að miða byssunum. „Ég hitti hann til að reyna að binda enda á refsiaðgerðir, þjáningar og stríð,“ sagði Galloway. „Í seinna tilfellinu hitti ég hann til að reyna að fá hann til að hleypa dr. Hans Blix og vopnaleitarmönnum Sameinuðu þjóðanna aftur inn í landið (Írak). Þetta var öllu betri notkun á tveimur fundum með Saddam Hussein en hjá varnarmálaráðherranum ykkar,“ sagði Galloway beittum rómi. Yfirheyrslan var á köflum ansi áköf þó bæði Galloway og bandarísku þingmennirnir héldu ró sinni að mestu. Galloway sagði þetta móður allra blekkinga. „Þið reynið að draga athyglina frá þeim glæpum sem þið studduð, frá þjófnaði milljarða dala af auði Íraka.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira