Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira