Júlíus Vífill stefnir líka hátt 22. maí 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem hefur sóst eftir að leiða lista sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Bylgjuna að hann vildi ekki tjá sig um ummæli Gísla Marteins að öðru leyti en því að hann legði áherslu á að það yrði opið lýðræðislegt prófkjör og hann myndi sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar vera andvígur sérstöku leiðtogaprófkjöri eða beinni uppstillingu kjörnefndar. Gísli Marteinn segir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort hann telji kominn tíma til að skipta um forystu sjálfstæðismanna í borginni, að þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni dugi ekki ein og sér. Fólkið vilji framtíðarsýn og hana þurfi sjálfstæðismenn að leggja betur fram. Vilhjálmur segist sammála Gísla Marteini; eitt af hans fyrstu verkum þegar hann hafi tekið við af Birni Bjarnasyni hafi verið að skipa sérstakan hóp til að fjalla um framtíðarsýn sjálfstæðismanna í borginni. Niðurstaða hans verði kynnt í næstu viku. Slík vinna sé því þegar hafin. Þröng umræða um fjármál og óstjórn R-listans hafi ekki skilað flokknum nægilega vel fram á við. Gísli Marteinn er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann ætlar að ákveða á komandi dögum hvort hann taki slaginn í prófkjöri og taki þá stefnu á eitt af efstu sætunum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem hefur sóst eftir að leiða lista sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Bylgjuna að hann vildi ekki tjá sig um ummæli Gísla Marteins að öðru leyti en því að hann legði áherslu á að það yrði opið lýðræðislegt prófkjör og hann myndi sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar vera andvígur sérstöku leiðtogaprófkjöri eða beinni uppstillingu kjörnefndar. Gísli Marteinn segir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort hann telji kominn tíma til að skipta um forystu sjálfstæðismanna í borginni, að þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni dugi ekki ein og sér. Fólkið vilji framtíðarsýn og hana þurfi sjálfstæðismenn að leggja betur fram. Vilhjálmur segist sammála Gísla Marteini; eitt af hans fyrstu verkum þegar hann hafi tekið við af Birni Bjarnasyni hafi verið að skipa sérstakan hóp til að fjalla um framtíðarsýn sjálfstæðismanna í borginni. Niðurstaða hans verði kynnt í næstu viku. Slík vinna sé því þegar hafin. Þröng umræða um fjármál og óstjórn R-listans hafi ekki skilað flokknum nægilega vel fram á við. Gísli Marteinn er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann ætlar að ákveða á komandi dögum hvort hann taki slaginn í prófkjöri og taki þá stefnu á eitt af efstu sætunum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira