Bíðum ekki lengur eftir breytingum 22. maí 2005 00:01 Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira
Íslenskt samfélag þolir ekki lengur bið eftir breytingum, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar þegar hún sleit landsfundi flokksins í gær. "Við verðum að spartsla strax og tækifæri gefst í sárustu sprungurnar sem myndast hafa eftir allt of langa valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Forgangsmál í þeim verkum eru úrbætur í málefnum barnafólks, aldraðra og endurbætur í menntakerfinu," sagði Ingibjörg jafnframt. Hún gerði klíkuskap að umtalsefni í ávarpi sínu og sagði að einstaklingar ættu ekki að þurfa að eiga rétt sinn og stöðu undir stofnunum og kenjum valdsmanna. "Af þessu eru klíkur það versta. Klíkur eru samtrygging þröngra hópa um eigin hagsmuni án tilllits til hagsmuna heildarinnar." Hún kvað Samfylkinguna hafa tekið afstöðu gegn klíkum og kenjum valdhafa en með lýðræðinu. Flokkurinn hefði gert það í hverju málinu á fætur öðru á alþingi; í Íraksmálinu, við skipan hæstaréttardómara, í fréttastjóramálinu, fjölmiðlamálinu og einnig í formannskjöri Samfylkingarinnar. "Hún gerði það þegar hún lét skilaboð, um hvað væri valdsmönnum í öðrum flokkum þóknanlegt, sem vind um eyru þjóta. Hún treysti almennum flokksmönnum til þess að meta hvað væri best fyrir flokkinn og fór í gegn um lýðræðislegasta ferli í leiðtogakjöri sem nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hefur farið í gegn um." Ingibjörg Sólrún kvað Samfylkinguna ekki geta gert allt fyrir alla. Vinna yrði að brýnustu viðfangsefnum með skipulegum hætti og úrbætur gætu tekið tíma. Hún nefndi jafnframt að í stórum og breiðum flokki yrðu menn að vera tilbúnir til þess að horfa á mál frá mismunandi sjónarhornum landsbyggðar og þéttbýlis, kvenna og karla, ungra og aldinna sem og umhverfisverndar og auðlindanýtingar. Mikil endurnýjun varð í forystu Samfylkingarinnar á landsfundinum eins og fram hefur komið. Í gær var kosið í framkvæmdastjórn flokksins og náðu Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Grendal, Tryggvi Felixson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Ingileif Ástvaldsdóttir og Karl V.Mattíasson kjöri. Formaður framkvæmdastjórnarinnar er Gunnar Svavarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Sjá meira