Út á hvað gengur stjórnarskrá ESB? 26. maí 2005 00:01 Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Út á hvað gengur þessi umdeilda stjórnarskrá Evrópusambandsins sem virðist vekja hörð viðbrögð um alla álfuna? Fréttamaður Stöðvar 2 rýndi í skjalið og skýrir málið. Evrópusambandið var upphaflega bandalag sex ríkja og stjórnkerfi þess er arfleiðs þess tíma. Nú er það samband tuttugu og fimm ríkja og 450 milljóna íbúa og því er nauðsynlegt að gera breytingar. Margir íbúar sambandsins óttast að þetta þýði skref í áttina að sambandsríki, en því er hafnað í Brüssel. Raunar er stjórnarskráin, sem kynnt var fyrir ári, málamiðlum á milli þeirra sem vilja stíga skref í átt að sambandsríki og þeirra sem vilja halda sjálfsstjórn. Í henni er steypt saman fjöldamörgum sáttmálum og samningum sem þegar eru í gildi í þeim tilgangi að auka gegnsæi, efla stofnanir og festa í sessi þau gildi sem Evrópusambandið á að standa fyrir. Framvegis dugir til að mynda meirihluti atkvæða til að fá atriði samþykkt en þó með þeim fyrirvara að meirihlutinn verður að vera 55 prósent af þeim sem sitja í ráðherraráðinu, ekki færri en fimmtán ráðherrar, og þeir verða að vera fulltrúar í það minnsta 65 prósenta íbúa sambandsins. Verði stjórnarskráin samþykkt bætast við embætti forseta Evrópusambandsins, en sem stendur er því embætti skipt á milli aðildarríkjanna á hálfs árs fresti, og utanríkisráðherra kæmi til. Nú þegar er til fáni, þjóðsöngur og umfangsmikil embættismannastétt og þykir ýmsum þetta minna mjög á þjóðríki. Því er heldur ekki neitað að stjórnarskráin eykur á miðstýringuna - embættismannaveldið í Brüssel fær meira að gera. Það er þó ekki hræðslan við skrifræðisbáknið í Brüssel sem hræðir íbúa þeirra landa þar sem efinn er sem mestur: Frakkar vilja refsa Chirac forseta fyrir stefnu hans og finnst að auki sem efnahagsmál fái angló-saxneskan blæ í stjórnarskránni. Í Hollandi er það óttinn við innflytjendavanda sem eykur andstöðuna. Bretar eru einnig fullir efasemda en felli Holland og Frakkland stjórnarskrána er talið víst að Tony Blair sjái ekki tilgang í þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnarskráin sé í raun og veru andvana fædd.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira