Er til austur-evrópsk mafía? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. maí 2005 00:01 Um síðustu helgi völdu Evrópubúar hið árlega Eurovision lag. Það var hin gríska Helena Paparizou sem bar sigur úr býtum en veðbankar voru einmitt búnir að spá henni sigri. Íslendingar þurftu að keppa í undankeppninni fimmtudaginn áður og komust ekki áfram. Lentu í sextánda sæti. Það skemmtilega er að ekki einn einasti Íslendingur gat ímyndað sér að Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, kæmist ekki áfram. Það var ekki að ræða það og minnti múgæsingin eftir keppnina einna helst á þá staðfestu Íslendinga árið 1986 að Gleðibankinn væri besta lag í Evrópu og myndi mala samkeppni sína í álfunni. En allt kom fyrir ekki. Lagið lenti í sextánda sæti. Í staðinn fyrir að taka fallinu með reisn þurftu Íslendingar nú eins og alltaf að finna einhvern sökudólg. Og hver lá beinast við? Jú, auðvitað Austur-Evrópa. Það er ekkert launungamál að Íslendingar, og jafnvel fleiri Suður-Evrópubúar, líta á Austur-Evrópu sem boðflennu í keppninni. “Þetta fólk er ekki Evrópubúar,” heyrir maður oftar en ekki þegar Eurovision keppnin stendur sem hæst. Auðvitað er “þetta fólk” alveg jafn miklir Evrópubúar og við. Það er bara öðruvísi. Og þar af leiðandi er tónlistin öðruvísi. Og snýst Eurovision ekki um tónlistarsmekk? Drumbusláttur og þjóðlegir tónar einkenndu framlög Evrópulandanna og þá sérstaklega Austur-Evrópu því þeirra þjóðlagahefð er auðvitað mun sterkara en okkar hér á litla Íslandi. Hér er MTV, Popptíví og hvað allt þetta heitir búið að tröllríða öllu og auðvitað eru lögin sem við sendum í keppnina eftir því. Samsuða frá Britney Spears og Christinu Aquilera. Rosalega frumlegt eða hitt þó heldur. Vissulega er sigurlagið í ár líka samsuða frá Britney og Christinu. Bara góð samsuða. Grípandi samsuða. Þó að ég hafi fengið áfall þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þá get ég ekki neitað því að ég er með það á heilanum meira eða minna allan daginn. Og ég hef heyrt það í mesta lagi tvisvar. Ég veit ekki með restina af Íslendingum en ég er búin að fá mig fullsadda af samsæriskenningum kynna Eurovision með hvaða land gefur hverjum stig og hverjum ekki. Gísli Marteinn Baldursson missti sig gjörsamlega í þessum samsæriskenningum um síðustu helgi þegar austur-evrópsku löndin gáfu grönnum sínum fullt hús stiga á víxl. Allt í einu var Gísli Marteinn búinn að gleyma tólf stigunum sem Íslendingar gáfu Norðmönnum, tíu stigin sem Íslendingar gáfu Danmörku, tólf stigunum sem Danir fengu frá Norðmönnum, tíu stigunum sem Danmörk fékk frá Svíþjóð, tólf stigunum sem Danir gáfu Norðmönnum og tíu stigunum sem Svíþjóð gaf Norðmönnum. Munurinn er bara að austur-evrópsku löndin eru fleiri og stærri og gefa hvort öðru væntanlega stig því þau hafa smekk fyrir lagasmíðum hvors annars. Tyrkland gaf meira að segja Grikkjum, erkifjendum sínum, tólf stig. Hvernig útskýrir Gísli Marteinn það? Og fyrrum stríðshrjáðar þjóðir á Balkanskaganum lögðu ágreininga sína til hliðar og kusu hvora aðra í sátt og samlyndi. Ég sé ekkert nema gott og fallegt við það -- ég veit ekki með ykkur hin. Það er sorglegt hvernig Íslendingar taka tapi í Eurovision. Vissulega var Selma Björnsdóttir flott á sviðinu í ár og það var hvorki búningurinn né sviðsframkoma sem varð henni að falli heldur lagið. Þetta snýst auðvitað allt um lagið. Eurovision lagið. Sem íslenska þjóðin á auðvitað að fá að kjósa sjálf en ekki einhverjir Sjálfstæðismenn út í bæ. Svo virðist það alltaf gleymast að Eurovision tónlist er bara tónlist. Það er engin formúla. Ekkert Eurovision lag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sinni hefð og setja metnað í framlag sitt líkt og frændur okkar í Austur-Evrópu. Við skulum leita aftur til síðustu aldar og blanda því gamla við hið nýja. Gamaldags rímur og kassagítar myndi örugglega svínvirka og færa okkur gullið. Ef við nennum hins vegar ekki að leggja höfuðið í bleyti og leggja metnað í keppnina sem virðist vera okkur öll svo kær einhverra hluta vegna þá gætum við kannski hafið útflutning á saltfiski til Svartfjallalands, selt Bosníumönnum ull eða sett skyr á markað í Makedónía. Þá myndum við mæta sterk til leiks með “frændur” okkar okkur við hlið í keppninni að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi völdu Evrópubúar hið árlega Eurovision lag. Það var hin gríska Helena Paparizou sem bar sigur úr býtum en veðbankar voru einmitt búnir að spá henni sigri. Íslendingar þurftu að keppa í undankeppninni fimmtudaginn áður og komust ekki áfram. Lentu í sextánda sæti. Það skemmtilega er að ekki einn einasti Íslendingur gat ímyndað sér að Selma Björnsdóttir, fulltrúi Íslands, kæmist ekki áfram. Það var ekki að ræða það og minnti múgæsingin eftir keppnina einna helst á þá staðfestu Íslendinga árið 1986 að Gleðibankinn væri besta lag í Evrópu og myndi mala samkeppni sína í álfunni. En allt kom fyrir ekki. Lagið lenti í sextánda sæti. Í staðinn fyrir að taka fallinu með reisn þurftu Íslendingar nú eins og alltaf að finna einhvern sökudólg. Og hver lá beinast við? Jú, auðvitað Austur-Evrópa. Það er ekkert launungamál að Íslendingar, og jafnvel fleiri Suður-Evrópubúar, líta á Austur-Evrópu sem boðflennu í keppninni. “Þetta fólk er ekki Evrópubúar,” heyrir maður oftar en ekki þegar Eurovision keppnin stendur sem hæst. Auðvitað er “þetta fólk” alveg jafn miklir Evrópubúar og við. Það er bara öðruvísi. Og þar af leiðandi er tónlistin öðruvísi. Og snýst Eurovision ekki um tónlistarsmekk? Drumbusláttur og þjóðlegir tónar einkenndu framlög Evrópulandanna og þá sérstaklega Austur-Evrópu því þeirra þjóðlagahefð er auðvitað mun sterkara en okkar hér á litla Íslandi. Hér er MTV, Popptíví og hvað allt þetta heitir búið að tröllríða öllu og auðvitað eru lögin sem við sendum í keppnina eftir því. Samsuða frá Britney Spears og Christinu Aquilera. Rosalega frumlegt eða hitt þó heldur. Vissulega er sigurlagið í ár líka samsuða frá Britney og Christinu. Bara góð samsuða. Grípandi samsuða. Þó að ég hafi fengið áfall þegar ég heyrði það í fyrsta skipti þá get ég ekki neitað því að ég er með það á heilanum meira eða minna allan daginn. Og ég hef heyrt það í mesta lagi tvisvar. Ég veit ekki með restina af Íslendingum en ég er búin að fá mig fullsadda af samsæriskenningum kynna Eurovision með hvaða land gefur hverjum stig og hverjum ekki. Gísli Marteinn Baldursson missti sig gjörsamlega í þessum samsæriskenningum um síðustu helgi þegar austur-evrópsku löndin gáfu grönnum sínum fullt hús stiga á víxl. Allt í einu var Gísli Marteinn búinn að gleyma tólf stigunum sem Íslendingar gáfu Norðmönnum, tíu stigin sem Íslendingar gáfu Danmörku, tólf stigunum sem Danir fengu frá Norðmönnum, tíu stigunum sem Danmörk fékk frá Svíþjóð, tólf stigunum sem Danir gáfu Norðmönnum og tíu stigunum sem Svíþjóð gaf Norðmönnum. Munurinn er bara að austur-evrópsku löndin eru fleiri og stærri og gefa hvort öðru væntanlega stig því þau hafa smekk fyrir lagasmíðum hvors annars. Tyrkland gaf meira að segja Grikkjum, erkifjendum sínum, tólf stig. Hvernig útskýrir Gísli Marteinn það? Og fyrrum stríðshrjáðar þjóðir á Balkanskaganum lögðu ágreininga sína til hliðar og kusu hvora aðra í sátt og samlyndi. Ég sé ekkert nema gott og fallegt við það -- ég veit ekki með ykkur hin. Það er sorglegt hvernig Íslendingar taka tapi í Eurovision. Vissulega var Selma Björnsdóttir flott á sviðinu í ár og það var hvorki búningurinn né sviðsframkoma sem varð henni að falli heldur lagið. Þetta snýst auðvitað allt um lagið. Eurovision lagið. Sem íslenska þjóðin á auðvitað að fá að kjósa sjálf en ekki einhverjir Sjálfstæðismenn út í bæ. Svo virðist það alltaf gleymast að Eurovision tónlist er bara tónlist. Það er engin formúla. Ekkert Eurovision lag. Íslendingar eiga að vera stoltir af sinni hefð og setja metnað í framlag sitt líkt og frændur okkar í Austur-Evrópu. Við skulum leita aftur til síðustu aldar og blanda því gamla við hið nýja. Gamaldags rímur og kassagítar myndi örugglega svínvirka og færa okkur gullið. Ef við nennum hins vegar ekki að leggja höfuðið í bleyti og leggja metnað í keppnina sem virðist vera okkur öll svo kær einhverra hluta vegna þá gætum við kannski hafið útflutning á saltfiski til Svartfjallalands, selt Bosníumönnum ull eða sett skyr á markað í Makedónía. Þá myndum við mæta sterk til leiks með “frændur” okkar okkur við hlið í keppninni að ári.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar