Bakkavör stærst í kældum matvælum 27. maí 2005 00:01 Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira
Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Sjá meira