Trúnaðarloforð réttlæti ekki lygi 28. maí 2005 00:01 Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Íþróttamenn, kaupsýslumenn, stjórnmálamenn, blaðamenn, - það er sama hvar gripið er niður, í öllum stéttum þjóðfélagsins má finna dæmi um menn sem reyna að ljúga sig úr vandræðum. Loforð um trúnað réttlætir þó ekki lygi, að mati siðfræðings á sviði viðskipta. Stóru olíufélögin eru nýbúin að borga sektir fyrir ólögmætt verðsamráð og að taka samkeppni úr sambandi. Nýráðinn fréttastjóri Útvarpsins mundi ekki til þess að hafa hitt formann útvarpsráðs daginn áður en hann hugðist hefja störf. Útgefendur Blaðsins könnuðust ekki við krógann á undirbúningsstigi. Eldri dæmi má tiltaka sem orðið hafa tilefni fréttaumfjöllunar. Verðbréfamiðlari fjárfesti fyrir stórt fyrirtæki í Landsbankanum en gaf annað í skyn, að um einstaklinga væri að ræða. Stjórnarformaður Reyðaráls játaði að hann hefði sagt ósatt um samningaviðræður við Norsk Hydro. Hann sagði ekki hægt að segja alltaf strax frá öllu sem gerist. Nýjasta dæmið er Guðjón Þórðarson sem fór frá Keflavík til að þjálfa Notts County. Í Íslandi í dag sagðist hann ekki hafa talað við Notts County. Ketil Berg Magnússon, viðskiptasiðfræðingur sem kennir við Háskólann í Reykjavík, segir að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki ósannsögli, til að mynda klaufaskapur. Það sé ekki alltaf vilji til að brjóta eðlilegar samskiptareglur. Hann segir menn með slíkar forsendur grafa undan viðskiptum. Þeim sé alveg sama um aðra og þar sem viðskipti gangi út á samskipti og traust er einn mikilvægasti þátturinn í viðskiptum grafi þeir undan því að þau geti átt sér stað eðlilega. Það hafi mun víðtækari áhrif en í einstökum tilfellum. Í raun séu menn að grafa undan hugmyndinni um viðskipti. En getur verið réttlætanlegt að segja ósatt til að virða trúnað? Ketill segir aðrar leiðir til að verja trúnað en að ljúga. Menn geti í langflestum tilfellum neitað að gefa upp upplýsingar án þess að ljúga. Erlendis hefur komið í ljós að margir sem stunda viðskipti telja að það gildi ekki sömu reglur á því sviði og í daglegu lífi. Ketill segir menn halda að þeir megi blekkja eins og í póker. Ketill segir enn fremur að með aukinni þjálfun þeirra sem stunda viðskipti í að horfa á athafnir sínar út frá fleiri sjónarhornum en sínu verði þeir hæfari í að átta sig á því að lygi er alls ekki réttlætanleg í viðskiptum hún geti skaðað ekki bara orðspor viðskiptamanna heldur hugmyndina um viðskipti. Afsökunin: „Þetta er bara bisness,“ haldi því ekki vatni. Í Hávamálum segir að launa skuli lausung við lygi. Ósannsögli rýrir traust. Það er hverju orði sannara og hún er talin hafa bæði smitandi og afsiðandi áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira