Innlent

Um 30 flóttamenn til Reykjavíkur

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að taka á móti hóp af þessari stærð sem í verða einkum einstæðar konur og ekkjur með börn. "Félagsmálaráðuneytið hefur verið í viðræðum við borgina," sagði Björk. "Það á eftir að útfæra þetta en við bjóðum að sjálfsögðu flóttamenn velkomna til Reykjavíkur." Flóttamannaráð Íslands hefur um skeið unnið í málinu. Flóttafólkið sem um ræðir hefur orðið fyrir ásóknum í Kólumbíu og verið úrkurðað sem flóttamenn af Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur verið með sérstakt verkefni í gangi sem heitir "Women at risk" Með aðstoð við þessa flóttamenn er verið að taka þátt í því. Flestir flóttamenn sem hingað hafa komið eru frá Asíu og fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×