Frístundabyggð samþykkt 1. júní 2005 00:01 Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum í gær að stofna hlutafélag um rekstur frístundabyggðar við Úlfljótsvatn í samvinnu við Klasa, dótturfélag Íslandsbanka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur hið nýja félag í hyggju að skipuleggja sex hundruð bústaða frístundabyggð í landi Úlfljótsvatns. Í hluthafasamningi félaganna tveggja segir meðal annars: "Stefnt skal að því að félagið annist skipulagningu jarðarinnar, mögulega uppbyggingu húsa á jörðinni, sölu þeirra og þjónusti frístundabyggðina." Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir að þrátt fyrir þetta orðalag sé það ekki ætlunin að Orkuveitan byggi bústaðina sem eiga að rísa á landinu. "Þetta er sett þarna inn til að hafa alla möguleika fyrir hendi. Það er líka verið að hugsa að þarna geti risið einhvers konar þjónusta og þess vegna er þetta haft svona. Fyrst og fremst er verið að þróa svæði þar sem risið getur sumarhúsabyggð." Alfreð segir viðskiptaáætlun, sem fylgdi hluthafasamningnum, beri ekki með sér að ætlunin væri að nýja félagið hefði eignarhald á bústöðunum. Í áður nefndu hluthafasamkomulagi kemur fram að stefna hluthafa félagsins sé að stækka skipulags- og uppbyggingarsvæðið meðal annars með því að leita samninga um kaup á landi í nágrenni Úlfljótsvatns. Hin nýja frístundabyggð er alls tæplega fimmtán hundruð hektarar en ekki liggur fyrir með hvaða hætti selja á sumarhúsalöndin sem eiga að rísa né heldur hvað þau eiga að kosta. Í bókun meirihluta stjórnar Orkuveitunnar segir að tilgangurinn með verkefninu sé að skapa arð af landinu. Þá sé stefnt að því að gera landið aðlaðandi með því að skipuleggja það með þeim hætti sem fyrirhugað er, meðal annars með vegalagningu, bryggjum og golfaðstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru ýmsir möguleikar í umræðunni um aðkomu Orkuveitunnar að uppbyggingu svæðisins við Úlfljótsvatn. Meðal þeirra voru hugmyndir um að einstaklingum byðist kaupleiga á sumarhúsum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á fundi sínum í gær að stofna hlutafélag um rekstur frístundabyggðar við Úlfljótsvatn í samvinnu við Klasa, dótturfélag Íslandsbanka. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur hið nýja félag í hyggju að skipuleggja sex hundruð bústaða frístundabyggð í landi Úlfljótsvatns. Í hluthafasamningi félaganna tveggja segir meðal annars: "Stefnt skal að því að félagið annist skipulagningu jarðarinnar, mögulega uppbyggingu húsa á jörðinni, sölu þeirra og þjónusti frístundabyggðina." Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir að þrátt fyrir þetta orðalag sé það ekki ætlunin að Orkuveitan byggi bústaðina sem eiga að rísa á landinu. "Þetta er sett þarna inn til að hafa alla möguleika fyrir hendi. Það er líka verið að hugsa að þarna geti risið einhvers konar þjónusta og þess vegna er þetta haft svona. Fyrst og fremst er verið að þróa svæði þar sem risið getur sumarhúsabyggð." Alfreð segir viðskiptaáætlun, sem fylgdi hluthafasamningnum, beri ekki með sér að ætlunin væri að nýja félagið hefði eignarhald á bústöðunum. Í áður nefndu hluthafasamkomulagi kemur fram að stefna hluthafa félagsins sé að stækka skipulags- og uppbyggingarsvæðið meðal annars með því að leita samninga um kaup á landi í nágrenni Úlfljótsvatns. Hin nýja frístundabyggð er alls tæplega fimmtán hundruð hektarar en ekki liggur fyrir með hvaða hætti selja á sumarhúsalöndin sem eiga að rísa né heldur hvað þau eiga að kosta. Í bókun meirihluta stjórnar Orkuveitunnar segir að tilgangurinn með verkefninu sé að skapa arð af landinu. Þá sé stefnt að því að gera landið aðlaðandi með því að skipuleggja það með þeim hætti sem fyrirhugað er, meðal annars með vegalagningu, bryggjum og golfaðstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru ýmsir möguleikar í umræðunni um aðkomu Orkuveitunnar að uppbyggingu svæðisins við Úlfljótsvatn. Meðal þeirra voru hugmyndir um að einstaklingum byðist kaupleiga á sumarhúsum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira