Dauðadómur eða endurfæðing? Þórlindur Kjartansson skrifar 2. júní 2005 00:01 Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Stofnun Evrópusambandsins og aukið samstarf milli ríkja álfunnar hefur hingað til verið til mikillar blessunar. Vitaskuld hefur ekki allt verið sem skyldi en hins vegar hafa öll helstu markmið samstarfsins náð fram að ganga, fyrst og fremst að ófriður milli ríkja innan bandalagsins er nánast óhugsandi. Það hefur hins vegar einkennt Evrópusambandið allt frá stofnun þess að með reglulegu millibili eru gerðar tilraunir til þess að binda aðildarríkjanna þéttari böndum. Eftir að svonenfndur stjórnarskrársáttmáli ESB var felldur í Frakklandi og Hollandi sér fyrir endann á einni slíkri bylgju. Almenningur í Evrópusambandslöndunum er að senda skilaboð um að hugmyndir valdhafanna séu allt aðrar en þeirra eigin. Sú gagnrýni á Evrópusambandið að það sé ólýðræðislegt á við töluverð rök að styðjast. Vald Evrópusambandsins er að stærstum hluta fengið frá ríkisstjórnum aðildarlandanna en efast má um þá hugmynd að stjórnvöldum sé í raun heimilt að framselja slíkt vald í þeim mæli sem gert hefur verið. Flest aðildarríki sambandins munu til að mynda samþykkja stjórnarskrársáttmálann án þess að leita samþykkis hjá almenningi. Þjóðþingin munu einfaldlega samþykkja plaggið hvort sem almenningi líkar það betur eða verr. Holland og Frakkland eru bæði meðal þeirra sex þjóða sem stofnuðu Evrópusambandið og hafa hingað til verið talin til þeirra sem lengst vilja ganga í að þjappa ríkjunum saman og gera sambandið smám saman líkar fullburða ríkjasambandi í ætt við Bandaríkin. Það að samrunaferlið skuli hrökkva í baklás í þessum tveimur ríkjum er því nokkuð sem hlýtur að valda því að valdakjarninn í ESB staldri við og hugsi sinn gang. Ef samrunaferlinu er þröngvað upp á almenning er hætta á því að smám saman brotni þolinmæðin og stjórnmálamenn sem vilja leysa upp sambandið nái fótfestu í aðildarlöndunum. Nú þegar er ljóst að franskir stjórnmálamenn munu bregðast við kosningunni með friðþægingarpólitík. Helstu umkvörtunarefnin gegn Evrópusambandinu í Frakklandi lúta að viðskiptafrelsi og því haldið fram að frjálshyggja og engilsaxneskur kapítalismi ráði öllu um stækkun og þróun Evrópusambandsins. Frakkar telja að ráð gegn þessu sé að flytja út sínar aðferðir við hagstjórn og velferð. Ef Evrópusambandið mun breyta áherslum sínum í þá veru að neyða önnur ríki til að taka upp vitleysuna sem viðgengst í frönsku efnahagslífi - í stað þess að Frakkar þurfi að hugsa sinn gang - þá er hætta á því að framtíð Evrópusambandsins sé ekki sérlega björt. Ef ráðandi öfl í Evrópusambandinu munu hins vegar halda áfram að beina sjónum sínum að fríverslunarþættinum í Evrópusamstarfinu en leyfir aðildarríkjunum að öðru leyti að marka sína eigin stefnu getur verið að áfallið sem varð í Hollandi og Frakklandi verði Evrópusambandinu til blessunar en ekki bölvunar. Þórlindur Kjartansson
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun