Innlent

PC World verðlaunar Opera vafrann

Greint var frá því í gær að Opera netvafrinn hafi unnið til sérstakra verðlauna tölvutímaritsins PC World, annað árið í röð. Blaðið hampar þar nýjustu útgáfu vafrans, sem kallast Opera 8 og segir hann bæði aðlaðandi og haganlega sniðinn þar sem notagildi fengi að njóta sín. Vafrann býr til norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software, en forstjóri þess og annar stofnandi, er Íslendingurinn Jón S. von Tetzchner. "Það er okkur mikill heiður að taka við þessari verðlaunaúthlutun," sagði hann og bætti við að auk notagildis legði fyrirtækið mikla áherslu á varnir gegn meinsemdum sem stafað geta að netnotendum á internetinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×