Monopoly kastað á milli 3. júní 2005 00:01 Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar. Ungum sjálfstæðismönnum hugnast ekki fyrirhuguð sumarhúsabyggð við Úlfsljótsvatn eða aðrar aðgerðir stjórnenda Orkuveitunnar sem þeim finnst ekki samrýmast hlutverki Orkuveitunnar. Til að mótmæla taumlausri eyðslu Alfreðs Þorsteinssonar gáfu þeim honum spilið Monopoly, en orðið þýðir einmitt einokun. Alfreð svaraði um hæl og sendi spilið til baka því honum finnst sanngjarnt að sjálfstæðismenn líti í eigin barm. Hann segir rekstur Orkuveitu Reykjavíkur ganga gríðarlega vel, fyrirtækið græði á hverju ári nokkra milljarða og hafi lagt rúma 20 milljarða á núvirði í borgarsjóð þau tíu ár sem R-listinn hafi verið við stjórn. Því skilji hann ekki hvers vegna sjálfstæðismenn amist sífellt út í Orkuveituna. Hins vegar er Perlan svolítill baggi á Orkuveitunni, að sögn Alfreðs, og því finnst honum tilvalið að félagsmenn SUS bjóði Davíð Oddsyni, fyrrverandi borgarstjóra, í Perluna til að spila Monopoly. Spurður hvort hann sé ekki aðeins að reyna að dreifa athyglinni frá því sem finna megi að í rekstri orkuveitunnar, t.d. risarækjueldi, gagnaflutningar Línu.Nets og fleiru, segir Alfreð að OR hafi ekkert verið að tapa á þessum verkefnum, öfugt við „perluævintýri“ sjálfstæðismanna. Hann vill því ekki kannast við að verið sé að bruðla í rekstrinum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar. Ungum sjálfstæðismönnum hugnast ekki fyrirhuguð sumarhúsabyggð við Úlfsljótsvatn eða aðrar aðgerðir stjórnenda Orkuveitunnar sem þeim finnst ekki samrýmast hlutverki Orkuveitunnar. Til að mótmæla taumlausri eyðslu Alfreðs Þorsteinssonar gáfu þeim honum spilið Monopoly, en orðið þýðir einmitt einokun. Alfreð svaraði um hæl og sendi spilið til baka því honum finnst sanngjarnt að sjálfstæðismenn líti í eigin barm. Hann segir rekstur Orkuveitu Reykjavíkur ganga gríðarlega vel, fyrirtækið græði á hverju ári nokkra milljarða og hafi lagt rúma 20 milljarða á núvirði í borgarsjóð þau tíu ár sem R-listinn hafi verið við stjórn. Því skilji hann ekki hvers vegna sjálfstæðismenn amist sífellt út í Orkuveituna. Hins vegar er Perlan svolítill baggi á Orkuveitunni, að sögn Alfreðs, og því finnst honum tilvalið að félagsmenn SUS bjóði Davíð Oddsyni, fyrrverandi borgarstjóra, í Perluna til að spila Monopoly. Spurður hvort hann sé ekki aðeins að reyna að dreifa athyglinni frá því sem finna megi að í rekstri orkuveitunnar, t.d. risarækjueldi, gagnaflutningar Línu.Nets og fleiru, segir Alfreð að OR hafi ekkert verið að tapa á þessum verkefnum, öfugt við „perluævintýri“ sjálfstæðismanna. Hann vill því ekki kannast við að verið sé að bruðla í rekstrinum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira