Innlent

Telur að skipun rektors standi

Ingileif Kristjánsdóttir, ein þeirra sem sótti um starfið kærði skipun Ágústs Sigurðssonar í starf rektors til Umboðsmanns Alþingis. Telur hinn síðarnefndi að málsmeðferð við undirbúning ákvörðunarinnar hafi ekki samrýmst upplýsingalögum í öllum atriðum. Ráðherra og ráðuneyti hans hafi ekki fært fram nægar upplýsingar til staðfestingar á því að svör umsækjenda við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir þá hafi upplýst nægilega um þau atriði sem ætlunin var að byggja á við ákvörðunartöku í málinu. Þá hafi rökstuðningurinn fyrir ákvörðuninni þurft að vera gleggri. Umboðsmaður beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að taka beiðni umsækjandans, um að ákvörðunin verði rökstudd, til athugunar á ný sé þess óskað. Í álitinu er gerð athugasemd við að svör landbúnaðarráðherra og upplýsingagjöf til umboðsmanns Alþingis hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem hvíldu á ráðherra sem stjórnvaldi gagnvart umboðsmanni. Eru það tilmæli hans að framvegis verði tekið tillit til þessara athugasemda í svörum til umboðsmanns Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×