Gengur þetta kerfi upp? 7. júní 2005 00:01 Fyrstu þingkosingar Líbana í háa herrans tíð sem haldnar eru án afskipta Sýrlendinga standa nú yfir. Búist var við að bandamönnum Sýrlendinga myndi vegna illa en eftir kosningar í suðurhluta landsins á sunnudaginn kom enn einu sinni í ljós að líbönsk stjórnmál eru flóknari en svo að hægt sé að gefa sér nokkuð í þessum efnum. Þversögnin í kerfinu er sú að kosningabandalögin ganga þvert á trúarbrotalínurnar sem þingsætum landsins er úthlutað eftir. Líbanon er ekki þjóðríki heldur teiknuðu sigurvegarar fyrri heimstyrjaldarinnar landamæri þess þegar þeir skiptu Tyrkjaveldi upp og núverandi ríkjaskipting Mið-Austurlanda komst á í aðalatriðum. Í gegnum aldirnar hafa ýmsir hópar búið á svæðinu sem síðan á þriðja áratugnum hefur kallast Líbanon: kristnir maronítar, súnníar, sjíar og drúsar en þeir síðastnefndu eru nokkuð skyldir sjíum. Þegar Líbanon fékk stjórnarskrá sína 1926 var komið á fót flóknu kerfi sem kvað á um að forseti landsins kæmi ávallt úr röðum kristinna, forsætisráðherrann yrði að vera súnníi og þingforseti sjíi. Þingsætunum 128 var upphaflega skipt á þann veg að kristnir fengu 60 prósent sætanna en múslimar aðeins 40 prósent. Borgarastyrjöldin sem stóð nánast látlaust yfir frá 1976-1989 á sér flóknar skýringar en ein þeirra er tvímælalaust óánægja múslima með hversu lítil völd þeir höfðu miðað við mannfjölda. Því leiðrétti Taif-samkomulagið frá 1989 valdajafnvægið á milli trúarhópanna örlítið þótt enn séu völd múslimanna í litlu samræmi við fjölda þeirra. Allt frá lokum borgarastyrjaldarinnar þar til fyrir örfáum vikum síðan hafa Sýrlendingar haft töglin og hagldirnar í líbönskum innanríkismálum en þeir tóku að sér á sínum tíma að sjá til þess að vopnahlé á milli stríðandi fylkinga í landinu yrði virt. Vatnaskil urðu hins vegar í febrúar þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum. Hann var svarinn andstæðingur Sýrlendinga og því gáfu flestir sér að stjórnin í Damaskus eða bandamenn hennar hefðu staðið fyrir tilræðinu. Í hönd fóru gríðarleg mótmæli þar sem andstæðingar og stuðningsmenn Sýrlendinga skiptust á að toppa hverjir aðra. Alþjóðlegur þrýstingur var hins vegar þeim fyrrnefndu í vil og því fór svo að Sýrlendingar sáu sæng sína í Líbanon uppreidda og kölluðu herlið sitt heim. Í ljósi atburðarásar síðustu vikna bjuggust flestir við að stemningin í kosningunum yrði á þann veg að þeir sem andæfðu veru Sýrlendinga í landinu myndi vegna vel. Fyrsta umferðin þar sem kosið var í Beirút um þarsíðustu helgi renndi stoðum undir þetta því þar fékk listi Saad Hariri, sonar Rafik, öll þingsætin sem í boði voru. Síðasta sunnudag var aftur á móti kosið í suðurhluta landsins þar sem sjíar eru í meirihluta en þeir hafa ætíð notið góðs af nábýlinu við Sýrlendinga. Sameiginlegt framboð Hizbollah og Amal, helstu hreyfinga sjía, unnu þar öll þingsætin, stjórnvöldum í Jerúsalem til lítillar ánægju. Eftir á að kjósa í austur- og miðhluta landsins en þar má búast við meiri spennu en í Beirút og í suðrinu. Hvað sem því líður þá endurspegla kosningaúrslit síðustu tveggja umferða nokkuð vel þær fylkingar sem skiptust á að úthrópa og vegsama Sýrlendinga í febrúar. Þótt gróflega megi segja að sjíar séu helstu stuðningsmenn Sýrlendinga á meðan kristnir, drúsar og súnníar finni þeim flest til foráttu sýna þessar kosningar að kerfið sem úthlutar þingsætum eftir því hvaða trúarhópi frambjóðendurnir tilheyra er orðið nánast merkingarlaust . Framboðslistarnir eru orðnir þvertrúarlegur bútasaumur eins og sjá má af sameinuðu framboði Amal og Hizbollah í suðrinu sem sjíar hafa sögulega fylkt sér á bak við. Af átján frambjóðendum voru fjórtán sjíar, tveir maronítar, tveir orþódoxar og einn drúsi. Skringileg kosningabandalög hafa jafnframt litið dagsins ljós. Á lista Saad Hariri í Beirút um þarsíðustu helgi var að finna Solange nokkra Gemayel, en hún er ekkja Bashir Gemayel sem var leiðtogi falangista og gegndi embætti forseta um skeið þar til hann var ráðinn af dögum 1982. Falangistar voru skæruher maroníta sem barðist við múslima á tímum borgarstyrjaldarinnar. George Adwan, annan leiðtoga skæruliðahóps maroníta frá því á tímum borgarastyrjaldarinnar var að finna á lista drúsaleiðtogans Walid Jumblatt í Shouf-héraðinu. Er þá komið að því að þessu kerfi verði einfaldlega kastað fyrir róða? Það er ólíklegt og ástæðan er andstaða maroníta. Á undanförnum áratugum hefur þeim fækkað í landinu, bæði raunverulega og sérstaklega hlutfallslega. Kristnir fluttu unnvörpum til Evrópu á meðan borgarastyrjöldinni stóð en á sama tíma fjölgaði múslimum talsvert. Sú þróun hefur haldið áfram síðustu ár þar sem fæðingatíðni er hærri hjá múslimunum en hinum kristnu löndum þeirra. Maronítar hafa hins vegar eftir sem áður helming þingsætanna á líbanska þinginu í samræmi við Taif-samkomulagið og þá stöðu munu þeir vitaskuld verja með kjafti og klóm. Til að ástandið í landinu verði ekki ennþá eldfimara hefur ekkert manntal verið tekið um áratuga skeið því þá yrðu lýðfræðilegar breytingar á samsetningu þjóðarinnar staðfestar. Þetta furðulega kerfi er því jafn fast í sessi og nokkru sinni fyrr. Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sveinn Guðmarsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu þingkosingar Líbana í háa herrans tíð sem haldnar eru án afskipta Sýrlendinga standa nú yfir. Búist var við að bandamönnum Sýrlendinga myndi vegna illa en eftir kosningar í suðurhluta landsins á sunnudaginn kom enn einu sinni í ljós að líbönsk stjórnmál eru flóknari en svo að hægt sé að gefa sér nokkuð í þessum efnum. Þversögnin í kerfinu er sú að kosningabandalögin ganga þvert á trúarbrotalínurnar sem þingsætum landsins er úthlutað eftir. Líbanon er ekki þjóðríki heldur teiknuðu sigurvegarar fyrri heimstyrjaldarinnar landamæri þess þegar þeir skiptu Tyrkjaveldi upp og núverandi ríkjaskipting Mið-Austurlanda komst á í aðalatriðum. Í gegnum aldirnar hafa ýmsir hópar búið á svæðinu sem síðan á þriðja áratugnum hefur kallast Líbanon: kristnir maronítar, súnníar, sjíar og drúsar en þeir síðastnefndu eru nokkuð skyldir sjíum. Þegar Líbanon fékk stjórnarskrá sína 1926 var komið á fót flóknu kerfi sem kvað á um að forseti landsins kæmi ávallt úr röðum kristinna, forsætisráðherrann yrði að vera súnníi og þingforseti sjíi. Þingsætunum 128 var upphaflega skipt á þann veg að kristnir fengu 60 prósent sætanna en múslimar aðeins 40 prósent. Borgarastyrjöldin sem stóð nánast látlaust yfir frá 1976-1989 á sér flóknar skýringar en ein þeirra er tvímælalaust óánægja múslima með hversu lítil völd þeir höfðu miðað við mannfjölda. Því leiðrétti Taif-samkomulagið frá 1989 valdajafnvægið á milli trúarhópanna örlítið þótt enn séu völd múslimanna í litlu samræmi við fjölda þeirra. Allt frá lokum borgarastyrjaldarinnar þar til fyrir örfáum vikum síðan hafa Sýrlendingar haft töglin og hagldirnar í líbönskum innanríkismálum en þeir tóku að sér á sínum tíma að sjá til þess að vopnahlé á milli stríðandi fylkinga í landinu yrði virt. Vatnaskil urðu hins vegar í febrúar þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum. Hann var svarinn andstæðingur Sýrlendinga og því gáfu flestir sér að stjórnin í Damaskus eða bandamenn hennar hefðu staðið fyrir tilræðinu. Í hönd fóru gríðarleg mótmæli þar sem andstæðingar og stuðningsmenn Sýrlendinga skiptust á að toppa hverjir aðra. Alþjóðlegur þrýstingur var hins vegar þeim fyrrnefndu í vil og því fór svo að Sýrlendingar sáu sæng sína í Líbanon uppreidda og kölluðu herlið sitt heim. Í ljósi atburðarásar síðustu vikna bjuggust flestir við að stemningin í kosningunum yrði á þann veg að þeir sem andæfðu veru Sýrlendinga í landinu myndi vegna vel. Fyrsta umferðin þar sem kosið var í Beirút um þarsíðustu helgi renndi stoðum undir þetta því þar fékk listi Saad Hariri, sonar Rafik, öll þingsætin sem í boði voru. Síðasta sunnudag var aftur á móti kosið í suðurhluta landsins þar sem sjíar eru í meirihluta en þeir hafa ætíð notið góðs af nábýlinu við Sýrlendinga. Sameiginlegt framboð Hizbollah og Amal, helstu hreyfinga sjía, unnu þar öll þingsætin, stjórnvöldum í Jerúsalem til lítillar ánægju. Eftir á að kjósa í austur- og miðhluta landsins en þar má búast við meiri spennu en í Beirút og í suðrinu. Hvað sem því líður þá endurspegla kosningaúrslit síðustu tveggja umferða nokkuð vel þær fylkingar sem skiptust á að úthrópa og vegsama Sýrlendinga í febrúar. Þótt gróflega megi segja að sjíar séu helstu stuðningsmenn Sýrlendinga á meðan kristnir, drúsar og súnníar finni þeim flest til foráttu sýna þessar kosningar að kerfið sem úthlutar þingsætum eftir því hvaða trúarhópi frambjóðendurnir tilheyra er orðið nánast merkingarlaust . Framboðslistarnir eru orðnir þvertrúarlegur bútasaumur eins og sjá má af sameinuðu framboði Amal og Hizbollah í suðrinu sem sjíar hafa sögulega fylkt sér á bak við. Af átján frambjóðendum voru fjórtán sjíar, tveir maronítar, tveir orþódoxar og einn drúsi. Skringileg kosningabandalög hafa jafnframt litið dagsins ljós. Á lista Saad Hariri í Beirút um þarsíðustu helgi var að finna Solange nokkra Gemayel, en hún er ekkja Bashir Gemayel sem var leiðtogi falangista og gegndi embætti forseta um skeið þar til hann var ráðinn af dögum 1982. Falangistar voru skæruher maroníta sem barðist við múslima á tímum borgarstyrjaldarinnar. George Adwan, annan leiðtoga skæruliðahóps maroníta frá því á tímum borgarastyrjaldarinnar var að finna á lista drúsaleiðtogans Walid Jumblatt í Shouf-héraðinu. Er þá komið að því að þessu kerfi verði einfaldlega kastað fyrir róða? Það er ólíklegt og ástæðan er andstaða maroníta. Á undanförnum áratugum hefur þeim fækkað í landinu, bæði raunverulega og sérstaklega hlutfallslega. Kristnir fluttu unnvörpum til Evrópu á meðan borgarastyrjöldinni stóð en á sama tíma fjölgaði múslimum talsvert. Sú þróun hefur haldið áfram síðustu ár þar sem fæðingatíðni er hærri hjá múslimunum en hinum kristnu löndum þeirra. Maronítar hafa hins vegar eftir sem áður helming þingsætanna á líbanska þinginu í samræmi við Taif-samkomulagið og þá stöðu munu þeir vitaskuld verja með kjafti og klóm. Til að ástandið í landinu verði ekki ennþá eldfimara hefur ekkert manntal verið tekið um áratuga skeið því þá yrðu lýðfræðilegar breytingar á samsetningu þjóðarinnar staðfestar. Þetta furðulega kerfi er því jafn fast í sessi og nokkru sinni fyrr. Sveinn Guðmarsson sveinng@frettabladid.is
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar