Blettur á bændastéttinni 9. júní 2005 00:01 Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir - Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnþóra Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ekið er um sveitir landsins er eitt sem stingur í augu. Það er slæm umgengni kringum suma sveitabæi. Vélar og tæki dreifð út um hlað og tún, sum hver ryðguð og greinilega langt frá því að vera í nothæfu ástandi, plastflygsur á girðingum og hrúgur af einhverju óskilgreindu drasli hér og þar. Einstaka bóndi hefur jafnvel ekki enn látið verða af því að hirða upp allar heyrúllurnar frá fyrra ári, heldur eru þær enn í óhrjálegum dyngjum hér og þar um landareignina. Svona sóðaskapur og slóðaskapur er afar hvimleiður bæði fyrir þá sem búa í nágrenninu og aðra sem eiga leið um. Velflestir bændur hafa þessa hluti í góðu lagi og sumir framúrskarandi. Því skortir sóðana ekki góðar fyrirmyndir. Þær eru úti um allt. Vissulega kostar það fé að halda vélum við, mála og prýða og vitað er að bændur eru láglaunastétt upp til hópa, því miður. Hins vegar er það ekki síður dýrt að láta tæki og aðrar eignir drabbast niður og verða eyðileggingu að bráð bara vegna hirðuleysis. Þar fara verðmæti í súginn. Við erum stolt af landinu okkar og öllu því sem það gefur af sér, þar á meðal landbúnaðarframleiðslunni. Við viljum geta haldið því á lofti að við eigum hreint land og fagurt, tært vatn og ómengaðar afurðir. Þannig viljum við sjá hlutina og þannig viljum við að aðrir sjái þá. Bændur eru vörslumenn landsins víða og hafa mikil áhrif á umhverfi sitt. Svo eru þeir matvælaframleiðendur og þurfa á trausti og velvild neytenda að halda. Þetta eru mjög margir bændur meðvitaðir um og hafa hreinlæti og snyrtimennsku í öndvegi. Þeim hlýtur að sárna það þegar svartir sauðir eru innan um sem með draslarahætti spilla ásýnd heilu sveitanna. Ferðaþjónusta hefur farið ört vaxandi í hinum dreifðu byggðum á síðustu árum og er víða rekin með miklum myndarbrag. Því fólki sem byggir afkomu sína á ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, hlýtur að vera mikið í mun að hafa héraðið sitt aðlaðandi þannig að sem flesta langi að stoppa þar. Því er mikilvægt að allir íbúar þess séu samtaka í snyrtimennskunni. Sveitarfélög gætu beitt sér fyrir því með öflugri hætti en þau gera nú að hvetja bændur til bættrar umgengni. Verkfærin í þeirri vinnu geta verið viðurkenningar eða sektir, kannski jafnvel hvorutveggja. Óneitanlega væri viðurkenningarleiðin ánægjulegri. Vissulega hefur margt verið gert vel í þessum efnum. Ríki og sveitarfélög voru með átaksverkefni fyrir nokkrum árum sem hét Fegurri sveitir. Það vann þjóðþrifaverk. En betur má ef duga skal. Í hönd fer tímabilið milli heys og grasa. Það er góður tími til afreka á tiltektarsviðinu í sveitum. Þjóðhátíð á næsta leiti og þá er gaman fyrir bændur að flagga á fínu hlaðinu. Á eftir fara ljúfar sumarvikur þegar margir landsmenn og erlendir gestir eru á faraldsfæti um byggðir þessa lands. Þeir þurfa að geta tekið undir með Guðmundi Guðmundssyni skólaskáldi sem sagði: "Seg mér hvað indælla auga þitt leit, íslenska kvöldinu í fallegri sveit." Gunnþóra Gunnarsdóttir -
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun