Boðar að flugvöllurinn skuli fara 9. júní 2005 00:01 Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Samgönguráðhera og borgarstjóri undirrituðu fyrir fjórum mánuðum samkomulag um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Einn liður samkomulagsins fól í sér að gerð yrði úttekt á flugvellinum sem yrði grundvöllur sameiginlegrar ákvörðunar um framtíð hans. Var gert ráð fyrir að hvor aðili um sig tilnefndi tvo fulltrúa til að leggja grunn að úttektinni sem unnin yrði af sjálfstæðum aðilum. Ríkið hefur nú skipað þá Helga Hallgrímsson, fyrrverandi vegamálastjóra, og Þorgeir Pálsson flugmálastjóra í nefndina og borgin þá Dag B. Eggertsson borgarfulltrúa og Sigurð Snævarr borgarhagfræðing. Helgi er formaður nefndarinnar. Bera á saman þrjá kosti. Í fyrsta lagi flugvöll með einni flugbraut, í öðru lagi flugvöll með tveimur brautum og í þriðja lagi þann kost að öll flugstarfsemi hverfi af svæðinu. Meta á meðal annars lágmarksstærð flugbrauta og athafnasvæðis sem þörf er talin á, eigi flugvöllurinn að þjóna núverandi hlutverki sínu sem miðstöð innanlandsflugsins. Að niðurstöðu fenginni er gert ráð fyrir að fram fari formlegar viðræður aðila um framtíð flugvallarins. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eins fljótt og auðið er. Önnur nefnd verður einnig skipuð á næstunni á grundvelli samkomulagsins en henni er ætlað undirbúa smíði samgöngumiðstöðvar sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem einkaframkvæmd. Bæði ráðherra og borgarstjóri hafa lýst því markmiði að hún rísi á næstu þremur árum. Með samgönguáætlun í vor samþykkti Alþingi fjárveitingu til lagningar flughlaða á austursvæði flugvallarins með þeim skýringartexta að miðað væri við að þar yrði fljótlega byggð ný flugstöð. Fullyrt var þá í þingræðu af andstæðingi vallarins að með samþykktinni væri Alþingi að festa flugvöllinn í sessi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira