Þungur rekstur skóla og sendiráða 16. júní 2005 00:01 Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins umfram heimildir eru einkum rakinn til Hólaskóla, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis. Þótt útgjöld umfram heimildir fjárfrekustu ráðuneytanna séu hlutfallslega minni fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið liðlega einn milljarð króna fram úr heimildum og menntamálaráðuneytið fór 833 milljónir króna fram úr sínum fjárheimildum. Munar þar mestu um 213 milljóna króna umframgjöld Háskólans á Akureyri og 207 milljónir króna hjá Háskóla Íslands. Háskólinn á Akureyri fór samkvæmt uppýsingum fjármálaráðuneytisins 36 prósent fram úr fjárheimildum sínum. Rekstrarkostnaður fimm mennta- og fjölbrautaskóla fór meira en fimmtíu milljónir króna fram úr áætlun. Nær öll útgjöld heilbrigðisráðuneytisins umfram heimildir, 945 milljónir króna, má rekja til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í gögnum fjármálaráðuneytisins er minnt á skyldur ráðuneyta og forstöðumanna til þess að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir og að ráðuneytunum beri að sjá til þess að brugðist sé við þessum niðurstöðum. Þrátt fyrir hallarekstur margra ráðuneyta voru rekstrargjöld ríkissjóðs 9,6 milljörðum króna lægri en áætlað var á síðastliðnu ári. Sex ráðuneyti voru rekin með samtals 2,2 milljarða króna afgangi. Þá má einnig rekja rekstrarafganginn til þess að viðhalds- og stofnkostnaður var á tíunda milljarð króna innan áætlunar og munar þar mestu um aðhald í vegaframkvæmdum og framkvæmdum á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Umframgjöld sendiráða námu um 230 milljónum króna og versnaði fjárhagur þeirra á árinu. Einnig fóru aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli samtals um 100 milljónir króna fram úr heimildum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Útgjöld landbúnaðarráðuneytisins umfram heimildir eru einkum rakinn til Hólaskóla, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og embættis yfirdýralæknis. Þótt útgjöld umfram heimildir fjárfrekustu ráðuneytanna séu hlutfallslega minni fór heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið liðlega einn milljarð króna fram úr heimildum og menntamálaráðuneytið fór 833 milljónir króna fram úr sínum fjárheimildum. Munar þar mestu um 213 milljóna króna umframgjöld Háskólans á Akureyri og 207 milljónir króna hjá Háskóla Íslands. Háskólinn á Akureyri fór samkvæmt uppýsingum fjármálaráðuneytisins 36 prósent fram úr fjárheimildum sínum. Rekstrarkostnaður fimm mennta- og fjölbrautaskóla fór meira en fimmtíu milljónir króna fram úr áætlun. Nær öll útgjöld heilbrigðisráðuneytisins umfram heimildir, 945 milljónir króna, má rekja til Landspítala - háskólasjúkrahúss. Í gögnum fjármálaráðuneytisins er minnt á skyldur ráðuneyta og forstöðumanna til þess að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir og að ráðuneytunum beri að sjá til þess að brugðist sé við þessum niðurstöðum. Þrátt fyrir hallarekstur margra ráðuneyta voru rekstrargjöld ríkissjóðs 9,6 milljörðum króna lægri en áætlað var á síðastliðnu ári. Sex ráðuneyti voru rekin með samtals 2,2 milljarða króna afgangi. Þá má einnig rekja rekstrarafganginn til þess að viðhalds- og stofnkostnaður var á tíunda milljarð króna innan áætlunar og munar þar mestu um aðhald í vegaframkvæmdum og framkvæmdum á vegum menntamálaráðuneytisins. Ráðuneyti utanríkismála og landbúnaðarmála fóru um og yfir tíu prósent fram úr fjárheimildum á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðayfirliti fjármálaráðuneytisins, samtals um 550 milljónir króna. Umframgjöld sendiráða námu um 230 milljónum króna og versnaði fjárhagur þeirra á árinu. Einnig fóru aðalskrifstofa utanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli samtals um 100 milljónir króna fram úr heimildum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira