Hvernig er þetta hægt? Þórlindur Kjartansson skrifar 16. júní 2005 00:01 Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það þekkja það flestir að það getur verið erfitt að láta enda ná saman í fjármálum fjölskyldunnar. Algengt er að heyra að það skipti engu máli hvort tekjurnar hækki - það virðist bara alltaf enda þannig að um mánaðarmót stendur lítið eða ekkert eftir af mánaðarhýrunni. Fæst okkar búa hins vegar við þann undarlega veruleika að tekjur okkar nemi hundruðum milljóna króna á ári líkt og Michael Jackson. Í allri umfjölluninni um réttarhöldin yfir konungi poppsins hefur ítrekað komið fram að Jackson sé sennilega algjörlega blankur. Hjá honum hafa milljarðatekjur á síðustu áratugum ekki dugað til þess að endar nái saman og líklegt er að Jackson þurfi að selja meira og minna allar eignir sínar til að hafa upp í skuldir. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig menn fara að því að eyða milljónum króna á dag en þó er það ekki óalgengt í heimi stórstjarna að jafnvel svimandi tekjur dugi ekki fyrir lífstílnum. Atvinnumenn í íþróttum standa margir uppi slyppir og snauðir örfáum árum eftir að hafa sest í helgan stein þótt þeir hafi þénað stórkostlegar upphæðir. Eins er það alþekkt að sigurvegarar í lottói í Bandaríkjunum fara flestir á hausinn örfáum árum eftir að þeir hljóta vinninginn. Sú tilhneiging okkar flestra að stilla lífstílinn algjörlega eftir því hverjar tekjurnar eru er sennilega stærsta ástæðan fyrir því að svona getur farið. Þegar fólk skyndilega kemst í álnir, jafnvel eftir litla fyrirhöfn eða fyrir glópalán, virðist vera segin saga að fólk fari að hegða sér eins og það geti átt von á því að tekjustreymið verði óbreytt um ómunatíð. Þá er veruleikafirring á háu stigi, eins og virðst vera í tilfelli Jackson, ekki líkleg til þess að stuðla að skynsamlegum ákvörðunum í fjármálum heimilisins. Jackson virðist hafa einstaka getu til þess að eyða peningum í vitleysu og þótt það sé erfitt fyrir venjulegt fólk að ímynda sér hvernig hægt er að eyða hundruðum milljóna í verslunarferð þá hefur Jackson sýnt að allt er hægt ef viljinn - eða brjálsemin - er fyrir hendi. En þótt fjárhagsvandræði Jackson geti verið spaugileg í ákveðnu ljósi þá er hann líklega ekki eins ólíkur okkur flestum í þessu tilliti og við viljum vera láta. Hér á landi er í gangi mikið neyslufyllerí þar sem húsnæðislán og yfirdráttarlán eru notuð til þess að fjármagna kaup á hinum og þessum óþarfa. Á meðan svigrúm er til staðar þá líður flestum eins og þeir hafi vel efni á nýja sjónvarpinu, sumarbústaðnum og íbúðinni en hins vegar þarf gjarnan lítið til þess að endar hætti að ná saman. Úr því að manni á borð við Jackson tekst að rústa eigin fjármálum með óhófi þá gildir það sama um okkur hin. Vera má að Jackson hefði haft gott af því að heyra ráðleggingar gamallar íslenskrar konu sem hafði tekist að nurla saman dágóðum sjóði með því að lifa eftir tveimur ágætum reglum. Sú fyrri er: "Maður kaupir ekki það sem mann langar í, ekki það sem mann vantar, heldur aðeins það sem maður getur ekki verið án." Hin reglan var þessi: "Ef það er ekki til í Kaupfélaginu þá vantar mig það ekki." Þórlindur Kjartansson
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun