Sport

Fer Heiðar til Wigan?

Heiðar Helguson gæti skrifað undir hjá enska knattspyrnufélaginu Wigan Athletic sem leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð í fyrsta skipti í sögunni. Heiðar hittir stjóra Wigan, Paul Jewell, í dag eða á morgun til að ræða um launaliði. Talið er að Watford, félag Heiðars, hafi samþykkt einnar milljóna punda tilboð í sóknarmanninn. Heiðar kom til Watford í janúar árið 2000 frá norska liðinu Lilleström fyrir eina og og hálfa milljón punda. Heiðar skoraði 20 mörk fyrir Watford á síðustu leiktíð og hefur samtals skorað 55 mörk í 132 deildarleikjum með liðinu. Heiðar sem er 27 ára verður fyrsti leikmaðurinn sem Wigan kaupir en eigandi félagsins, Dave Whelan, er vellauðugur kaupsýslumaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×