Pulis var rekinn frá Stoke 28. júní 2005 00:01 Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason. Tilkynnt verður um nýjan knattspyrnustjóra á blaðamannfundi á morgun og staðfesti Gunnar Þór að um útlending væri að ræða. Hann er þó ekki íslenskur sagði stjórnarformaðurinn. Pulis var á 12 mánaða samning en hann fékk nýjan samning fyrir þremur mánuðum og töluverða kauphækkun. „Við lögðum mikla áherslu á að Pulis skoðaði erlenda leikmannamarkaði eins og var gert undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en við sáum það eftir tímabilið að Pulis var algerlega ófáanlegur til þess og þess vegna var ekkert annað hægt að gera en að segja honum upp,“ sagði Gunnar Þór í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í dag. Stoke þarf að greiða Pulis laun í 12 mánuði og verður því með tvo stjóra á launum á næsta tímabili. Pulis tók við liðinu í nóvember árið 2002 af Steve Cotteril. Stoke hafnaði í 12.sæti í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Landsliðsmaðurinn Þórður Guðjónsson er á mála hjá liðinu en hann fékk fá tækifæri undir stjórn Pulis og hagur hans gæti vænkast með nýjum erlendum knattspyrnustjóra. „Það er eftirsjá af Pulis og hann var besti Englendingurinn í starfið en við gátum ekki þolað það að hann setti sig upp á móti stefnu stjórnarinnar um að fá erlenda leikmenn,“ sagði Gunnar Þór við íþróttadeildina. Stjórnarformaðurinn sagði ennfremur að félagið yrði ekki selt á næstu leiktíð en það væri þó enn til sölu. Gunnar Þór var á leiðinni til Englands að ganga frá samningi við nýjan knattspyrnustjóra hjá Íslendingaliðinu og vildi alls ekki segja hver hann væri. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Tony Pulis, knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke City, var í hádeginu í dag óvænt rekinn frá félaginu eftir 30 mánaða starf. Tregða við að skoða erlenda leikmannamarkaði er ástæðan fyrir brottrekstrinum segir stjórnarformaður Stoke City, Gunnar Þór Gíslason. Tilkynnt verður um nýjan knattspyrnustjóra á blaðamannfundi á morgun og staðfesti Gunnar Þór að um útlending væri að ræða. Hann er þó ekki íslenskur sagði stjórnarformaðurinn. Pulis var á 12 mánaða samning en hann fékk nýjan samning fyrir þremur mánuðum og töluverða kauphækkun. „Við lögðum mikla áherslu á að Pulis skoðaði erlenda leikmannamarkaði eins og var gert undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar en við sáum það eftir tímabilið að Pulis var algerlega ófáanlegur til þess og þess vegna var ekkert annað hægt að gera en að segja honum upp,“ sagði Gunnar Þór í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar í dag. Stoke þarf að greiða Pulis laun í 12 mánuði og verður því með tvo stjóra á launum á næsta tímabili. Pulis tók við liðinu í nóvember árið 2002 af Steve Cotteril. Stoke hafnaði í 12.sæti í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Landsliðsmaðurinn Þórður Guðjónsson er á mála hjá liðinu en hann fékk fá tækifæri undir stjórn Pulis og hagur hans gæti vænkast með nýjum erlendum knattspyrnustjóra. „Það er eftirsjá af Pulis og hann var besti Englendingurinn í starfið en við gátum ekki þolað það að hann setti sig upp á móti stefnu stjórnarinnar um að fá erlenda leikmenn,“ sagði Gunnar Þór við íþróttadeildina. Stjórnarformaðurinn sagði ennfremur að félagið yrði ekki selt á næstu leiktíð en það væri þó enn til sölu. Gunnar Þór var á leiðinni til Englands að ganga frá samningi við nýjan knattspyrnustjóra hjá Íslendingaliðinu og vildi alls ekki segja hver hann væri.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira