Hvar höldum við að við séum? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. júlí 2005 00:01 Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Það hefur víst ekki rignt meira í þrjá áratugi á Akureyri. Svo sögðu fréttir í gær. Í byrjun júlí, hvað svo sem er annað í fréttum förum við Íslendingar að kvarta, hver í sínu horni, um að sumarið bara komi ekki. Svo er flogið eitthvað suður á bóginn þar sem við eigum í erfiðleikum með að þola 30 til 40 stiga hitann og sterka sólina. Skaðbrennum á fyrstu dögunum og þar með er fyrsta vika sólarlandaferðar orðin ónýt og þýðir ekki annað en að halda sig í skugganum eftir það. Bankarnir auglýsa hvernig að það sé hægt að kaupa allt, jafnvel sólina og góða veðrið, bara ef við spörum. Eftir standa svo aðilar í íslenskri ferðaþjónustu sem reyna hvað þeir geta til hvetja landann til að ferðast innanlands, en mega sín lítils gegn þeirri trú Íslendinga um að það eigi að vera miklu heitara; sumarið hafi verið miklu betra í fyrra, eða árið þar á undan. Samanburðurinn var kannski hagstæðari hér áður fyrr, áður en það varð normið að fara suður á bóginn yfir sumartímann og fljúga í andstæðar áttir við farfuglanna. Þá var bara verið að bera saman íslenskt sumar við íslenskt sumar. Nú erum við að bera sumarið okkar við eitthvað sem hefur aldrei verið íslenskur raunveruleiki, og óneitanlega er samanburðurinn móðurjörðinni ekki hagstæður. Hér getum við lent í hagléli í júlí, rignt niður allan júnímánuð og skulfið úr kulda á ágústkvöldum. En það er bara það sem við eigum að eiga von á. Ekki nema við teljum það hagstætt að flytja landsmenn eitthvað í hlýjuna og stofna nýja íslenska nýlendu. Íslenska veðrið er óútreiknanlegt, rétt eins og fólkið.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun