Sport

Fyrirliði Stoke vill komast burtu

Fyrirliði Stoke City, Clive Clarke, er á leið frá félaginu. Hann er ekki ánægður með stjórnarhætti Gunnars Þórs Gíslasonar, stjórnarformanns, og segir hann ekki taka ákvarðanir með velferð Stoke City í huga. „Það var ótrúlegt þegar Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke, var rekinn frá félaginu. Hann hafði náð fínum árangri með liðið og var á réttri leið. Síðan var hann rekinn á versta tíma og annar ráðinn í staðinn, sem hefur lítinn tíma til þess fá góða leikmenn til félagsins. Vonandi tekst honum það en það er ekkert sérstaklega líklegt, þar sem ekki langt þangað til enska 1.deildin byrjar." Clive Clarke er leikjahæsti leikmaður félagsins og hefur verið einn besti leikmaðurinn hjá liðinu undanfarin ár. Hann segir Gunnar Þór ekki sýna því mikinn áhuga að hann verði áfram hjá félaginu. „Ég hef aldrei fundið fyrir áhuga hjá Gunnari, við að halda mér hjá félaginu. Það er eins og hann vilji mig burt. Ég hef ávallt lagt mig allan fram í leikjum og á æfingum, og ætla mér ekki að breyta því ef ég verð áfram hjá Stoke, en vonandi fæ ég að fara annað ef stjórnin vill mig ekki."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×