Vill Bush færa réttinn til hægri? 13. október 2005 19:33 Öllum að óvörum tilnefndi Bush Bandaríkjaforseti íhaldssaman, hvítan karl í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær. Talið er að með þessu vilji hann hnika réttinum til hægri en sumir íhaldsmenn efast um að sá útvaldi sé jafnmikill íhaldsmaður og hermt er. Búist var við því að Bush veldi konu og þá helst óumdeilda og fremur hófsama íhaldskonu til starfans en móðir forsetans, Barbara Bush, eiginkonan Laura og utanríkisráðherrann Condoleezza Rice höfðu allar gert honum ljóst að þær teldu konu sem vildi ekki hrófla við fóstureyðingaumhverfinu vænlegasta kostinn. Bush fór ekki að ráðum þeirra heldur valdi íhaldsmanninn John Roberts. Hann sagði að á fundum sínum með Roberts hafi hann verið mjög hrifinn. Hann sé maður óvenju mikilla afreka og hæfileika. Hann sé góðhjartaður og búi yfir reynslu, visku, sanngirni og kurteisi. Bush hitti svo Roberts aftur að máli yfir morgunverði í morgun og kvaðst sannfærður um að tilnefningin yrði staðfest fljótlega án vandræða. Það er ekki víst að hann hafi hitt naglann á höfuðið þar, því að efasemdarmenn hafa þegar látið til sín heyra: Og það eru ekki einungis frjálslyndir demókratar sem hafa efasemdir heldur lýsti einn af umdeildustu íhaldsmönnum Bandaríkjanna, Ann Coulter, í dag þeirri skoðun sinni að Bush hefði valið rangan mann. Þau lögfræðiálit sem Roberts hefði skilað og hefðu íhaldssaman blæ hefði hann skrifað fyrir hönd umbjóðenda og að ferill hans á dómarabekk væri of stuttur til að draga ályktanir um skoðanir hans. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum eru áhrifamiklir þar sem það fellur oftar en ekki réttinum í skaut að skera úr um deiluatriði á borð við fóstureyðingar, mannréttindi og jákvæða mismunun. Oftar en ekki hefur rétturinn því í raun markað fordæmi sem jafngilda lagasetningu og hafa haft víðtæk áhrif, stjórnmálamönnum oftar en ekki til mikils ama. Nánar um skipan Roberts í Íslandi í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Öllum að óvörum tilnefndi Bush Bandaríkjaforseti íhaldssaman, hvítan karl í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær. Talið er að með þessu vilji hann hnika réttinum til hægri en sumir íhaldsmenn efast um að sá útvaldi sé jafnmikill íhaldsmaður og hermt er. Búist var við því að Bush veldi konu og þá helst óumdeilda og fremur hófsama íhaldskonu til starfans en móðir forsetans, Barbara Bush, eiginkonan Laura og utanríkisráðherrann Condoleezza Rice höfðu allar gert honum ljóst að þær teldu konu sem vildi ekki hrófla við fóstureyðingaumhverfinu vænlegasta kostinn. Bush fór ekki að ráðum þeirra heldur valdi íhaldsmanninn John Roberts. Hann sagði að á fundum sínum með Roberts hafi hann verið mjög hrifinn. Hann sé maður óvenju mikilla afreka og hæfileika. Hann sé góðhjartaður og búi yfir reynslu, visku, sanngirni og kurteisi. Bush hitti svo Roberts aftur að máli yfir morgunverði í morgun og kvaðst sannfærður um að tilnefningin yrði staðfest fljótlega án vandræða. Það er ekki víst að hann hafi hitt naglann á höfuðið þar, því að efasemdarmenn hafa þegar látið til sín heyra: Og það eru ekki einungis frjálslyndir demókratar sem hafa efasemdir heldur lýsti einn af umdeildustu íhaldsmönnum Bandaríkjanna, Ann Coulter, í dag þeirri skoðun sinni að Bush hefði valið rangan mann. Þau lögfræðiálit sem Roberts hefði skilað og hefðu íhaldssaman blæ hefði hann skrifað fyrir hönd umbjóðenda og að ferill hans á dómarabekk væri of stuttur til að draga ályktanir um skoðanir hans. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum eru áhrifamiklir þar sem það fellur oftar en ekki réttinum í skaut að skera úr um deiluatriði á borð við fóstureyðingar, mannréttindi og jákvæða mismunun. Oftar en ekki hefur rétturinn því í raun markað fordæmi sem jafngilda lagasetningu og hafa haft víðtæk áhrif, stjórnmálamönnum oftar en ekki til mikils ama. Nánar um skipan Roberts í Íslandi í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira