Hafa ekki enn séð skýrsluna 26. júlí 2005 00:01 Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira