Er femínismi gamaldags? 4. ágúst 2005 00:01 "Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
"Ég er allavega enginn femínisti," hefur dálítið lengi verið viðkvæðið hjá sumum konum þegar þær eru inntar eftir stjórnmálaskoðunum sínum. Sama hvað þær eru og hvar í pólitík þær vilja standa, þá eru þær sko ekki einhverjir ljótir og frústreraðir femínistar sem enginn karlmaður lítur við og engin flott föt passa á og þurfa að halda fram kvenréttindum af því að þær hafa ekkert annað. Margar þessara kvenna skilja ekki hvað femínistar vilja eiginlega upp á dekk. Nú eru flestallar konur komnar út á vinnumarkaðinn, fæðingarorlofið er komið upp í sex mánuði og níu ef orlof beggja foreldra er lagt saman, konur fá að bjóða sig fram til ýmissa embætta og kjósa og keyra bíl og... hvað viljið þið eiginlega hafa það betra? Orðið femínisti er orðið nánast eins og skammaryrði í hugum þessarra kvenna, tákn um steingervinga löngu úreltra baráttumála sem eru enn að reyna að gera sig eitthvað merkilegar (og meira að segja merkileg! þar sem einhverjir kallar eru líka komnir í þetta hallæri með þeim) með því að gera konur að einhverjum fórnarlömbum þegar við höfum það orðið svo prýðilegt! En er þetta allt orðið svona frábært? Nú þegar við getum séð nákvæmlega í ársriti Frjálsrar verslunar um skattamál hvað fólk er með í laun er hægt að skoða það svart á hvítu hvernig staðan er í raun. Konur hafa vissulega færst aðeins upp metorðastigann. Mun fleiri konur gegna nú hálaunastörfum en fyrir þrjátíu árum, eru forstjórar, yfirmenn, stjórnarformenn eða bæjarstjórar. En ekki hafa þær samt náð nema broti af þeim launum sem karlar hafa. Þrátt fyrir að baráttunni eigi að vera löngu lokið hafa konur ennþá lægri laun en karlar. Skattaársritið er auðvitað byggt á handahófskenndum tölum en engu að síður gefur það sterkar vísbendingar um hvernig ástandið er. Getur verið að einhverjar konur sætti sig við lægri laun af því að þær eru svo glaðar að fá að vera á vinnumarkaðinum, þrátt fyrir að þær eigi börn sem stundum þarf að sinna á hefðbundnum vinnutíma? Og getur verið að þær hinar sömu séu ekki femínistar af því að: "það er búið að ná öllum þessum baráttumálum í gegn"? Ef svo er þá er baráttu femínista hvergi nærri lokið. Baráttan hlýtur að vera ekki bara fyrir félagslegu jafnrétti og jafnrétti varðandi kaup og kjör, heldur ekki síður um viðhorf, hvað er að gerast í höfðinu á bæði konum og körlum. Börn eru ábyrgð samfélagsins alls og það er ekki ástæða til að mismuna starfskrafti í launum vegna þess að hann þurfi að sinna því hlutverki sínu að búa til nýtan þjóðfélagsþegn. Sem örugglega á eftir að borga sína skatta samviskusamlega ef hann er alinn upp af vandvirkni og með tilfinningu fyrir því að allir séu hluti af sama félaginu, bæði konur og karlar. Brynhildur Björnsdóttir - brynhildurb@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun