Deilt um háhýsi í Reykjanesbæ 5. ágúst 2005 00:01 Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs. Gullmolinn, verslunarmiðstöð og íbúðarhúsnæði við Hafnargötuna, er hugmynd Steinþórs Jónssonar, bæjarráðsfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs í Reykjanesbæ. Íbúar í nálægð við Hafnargötuna skrifuðu bréf til bæjarráðs þar sem þeir gagnrýndu Steinþór fyrir að hafa opinberlega birt hugmyndir um efnið verandi formaður ráðsins. Minnihluti bæjarráðs tók undir álit íbúanna á fundi í gær. Sveindís Valdimarsdóttir, varafulltrúi í bæjarráði, segir að Steinþór sé í sérstakri aðstöðu þar sem hann sé bæði framkvæmdaaðili og formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Því sé eðlilegt að fólk sé uggandi yfir því að tillagan renni beint í gegn. Sveindís segir að málið muni ekki fá sérmeðferð í stjórnsýslunni þrátt fyrir stöðu Steinþórs. Hann hljóti að gera sér grein fyrir því að hann fái ekki stuðning minnihlutans. Þetta málefni sé það stórt að það sé ekki bara hægt að kýla það í gegn. Mögulegt er að húsið verði átta hæðir en samkvæmt núverandi deiliskipulagi mega hús við þennan hluta Hafnargötunnar einungis vera tvær hæðir með risi fyrir utan eitt hús sem má vera þrjár hæðir. Því þyrfti að breyta núverandi deiliskipulagi til að byggja Molann og færi þá fram grenndarkynning í kjölfarið og vonar Sveindís að þetta mál verði tekið fyrir á íbúaþingi í september. Kristín Bragadóttir, íbúi við Vallargötu, segir aðspurð að henni lítist ekki nógu vel á hugmyndirnar. Henni finnist eins og verið sé að bola sér í burtu. Fólk hafi ekkert val ef þetta verði að veruleika. Kristín skrifaði undir viljayfirlýsingu þess efnis að hún væri tilbúin til að selja vegna hræðslu um að hús hennar félli í verði kæmi til byggingar Gullmolans. Komi málið til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði ætlar Steinþór að víkja og varamaður hans tekur við. Steinþór segist hafa talið að hann þyrfti að fylgja málinu eftir til þess að koma því á framkvæmdastig. Hann ítreki að aðeins sé um hugmynd að ræða og það séu aðrir staðir í nágrenninu sem hægt sé að leita á ef samstaða náist ekki með íbúðareigendum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar stendur fyrir byggingu allt að átta hæða verslunar- og íbúðarhúsnæðis í miðbæ Reykjanesbæjar. Deiliskipulag leyfir einungis þriggja hæða hús á þessum stað og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hugmyndinni og gagnrýna framferði formanns skipulagsráðs. Gullmolinn, verslunarmiðstöð og íbúðarhúsnæði við Hafnargötuna, er hugmynd Steinþórs Jónssonar, bæjarráðsfulltrúa og formanns umhverfis- og skipulagsráðs í Reykjanesbæ. Íbúar í nálægð við Hafnargötuna skrifuðu bréf til bæjarráðs þar sem þeir gagnrýndu Steinþór fyrir að hafa opinberlega birt hugmyndir um efnið verandi formaður ráðsins. Minnihluti bæjarráðs tók undir álit íbúanna á fundi í gær. Sveindís Valdimarsdóttir, varafulltrúi í bæjarráði, segir að Steinþór sé í sérstakri aðstöðu þar sem hann sé bæði framkvæmdaaðili og formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Því sé eðlilegt að fólk sé uggandi yfir því að tillagan renni beint í gegn. Sveindís segir að málið muni ekki fá sérmeðferð í stjórnsýslunni þrátt fyrir stöðu Steinþórs. Hann hljóti að gera sér grein fyrir því að hann fái ekki stuðning minnihlutans. Þetta málefni sé það stórt að það sé ekki bara hægt að kýla það í gegn. Mögulegt er að húsið verði átta hæðir en samkvæmt núverandi deiliskipulagi mega hús við þennan hluta Hafnargötunnar einungis vera tvær hæðir með risi fyrir utan eitt hús sem má vera þrjár hæðir. Því þyrfti að breyta núverandi deiliskipulagi til að byggja Molann og færi þá fram grenndarkynning í kjölfarið og vonar Sveindís að þetta mál verði tekið fyrir á íbúaþingi í september. Kristín Bragadóttir, íbúi við Vallargötu, segir aðspurð að henni lítist ekki nógu vel á hugmyndirnar. Henni finnist eins og verið sé að bola sér í burtu. Fólk hafi ekkert val ef þetta verði að veruleika. Kristín skrifaði undir viljayfirlýsingu þess efnis að hún væri tilbúin til að selja vegna hræðslu um að hús hennar félli í verði kæmi til byggingar Gullmolans. Komi málið til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði ætlar Steinþór að víkja og varamaður hans tekur við. Steinþór segist hafa talið að hann þyrfti að fylgja málinu eftir til þess að koma því á framkvæmdastig. Hann ítreki að aðeins sé um hugmynd að ræða og það séu aðrir staðir í nágrenninu sem hægt sé að leita á ef samstaða náist ekki með íbúðareigendum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Sjá meira