Í tilraunaflug hjá ESA 6. ágúst 2005 00:01 Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Þegar Ágúst Örn Einarsson hóf sig til flugs í námi í vélaverkfræði í Álaborg fyrir fjórum árum bjóst hann ekki við því að koma niður með geimfarareynslu. Hann segir að einu plönin hafi verið að klára námið og sjá svo hvað gerðist. Álaborgarháskóli hefur verið með í alþjóðlegu verkefni sem hófst fyrir tveimur árum. Nemendur hanna gervihnött á stöðluðu ferköntuðu formi. Þessum tilraunahnöttum er komið fyrir í áður ónýttu plássi í eldflaugum þegar gervihnettir eru sendir á braut um jörðu. Ágúst segir um 60 nemendur vinna í verkefninu yfir hverja önn. Allt þurfi að passa saman í lokin til að gervihnötturinn virki. Því er mikilvægt að prófa hönnunina. Það er gert í svokölluðu þyngdarleysisflugi Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á myndum af ESA sést hvernig farþegar verða þyngdarlausir en það ástand varir í um tuttugu sekúndur. Ágúst Örn og félagar hans fóru 31 sinni í gegnum þetta ferli og prófuðu sem dæmi hvort loftnet hnattarins opnuðust. Einnig var athugað hvort sólarsellur á hnettinum myndu opnast en aldrei áður hafa svo margar sellur verið settar á svo lítinn gervihnött. Niðurstöður tilraunaflugsins voru mjög jákvæðar og ekki síður sú upplifun að fara í tilraunaflug hjá Evrópsku geimferðastofnuninni. Ágúst segir í léttum tón að hann hafi ekki gaman af rússíbönum lengur. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Þegar Ágúst Örn Einarsson hóf sig til flugs í námi í vélaverkfræði í Álaborg fyrir fjórum árum bjóst hann ekki við því að koma niður með geimfarareynslu. Hann segir að einu plönin hafi verið að klára námið og sjá svo hvað gerðist. Álaborgarháskóli hefur verið með í alþjóðlegu verkefni sem hófst fyrir tveimur árum. Nemendur hanna gervihnött á stöðluðu ferköntuðu formi. Þessum tilraunahnöttum er komið fyrir í áður ónýttu plássi í eldflaugum þegar gervihnettir eru sendir á braut um jörðu. Ágúst segir um 60 nemendur vinna í verkefninu yfir hverja önn. Allt þurfi að passa saman í lokin til að gervihnötturinn virki. Því er mikilvægt að prófa hönnunina. Það er gert í svokölluðu þyngdarleysisflugi Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Á myndum af ESA sést hvernig farþegar verða þyngdarlausir en það ástand varir í um tuttugu sekúndur. Ágúst Örn og félagar hans fóru 31 sinni í gegnum þetta ferli og prófuðu sem dæmi hvort loftnet hnattarins opnuðust. Einnig var athugað hvort sólarsellur á hnettinum myndu opnast en aldrei áður hafa svo margar sellur verið settar á svo lítinn gervihnött. Niðurstöður tilraunaflugsins voru mjög jákvæðar og ekki síður sú upplifun að fara í tilraunaflug hjá Evrópsku geimferðastofnuninni. Ágúst segir í léttum tón að hann hafi ekki gaman af rússíbönum lengur.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent