Margfalda burðargetu GSM 12. ágúst 2005 00:01 Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega." Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega."
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent