Harka í þýsku kosningabaráttunni 13. ágúst 2005 00:01 Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Sjá meira
Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands hóf kosningabaráttu sína með formlegum hætti í dag. Kristilegir demókratar hafa langtum meira fylgi í skoðanakönnunum, en Schröder virðist ætla að treysta á eigin persónutöfra, reynsluleysi andstæðings síns, Angelu Merkel, og innanflokksdeilur hjá kristilegum til að hífa fylgið upp. Schröder hélt ræðu í heimaborg sinni, Hanover, í dag og markaði það upphaf kosningabaráttu kanslarans. Það er mjög á brattann að sækja fyrir hann, Sósíal demókratar mælast nú með um 28 prósenta fylgi, sem er tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun, en Kristilegir demókratar hafa tapað 2 prósentustigum, mælast nú með 41 prósents fylgi. Munurinn er samt þrettán prósentustig. Andstæðingur Schröders, Angela Merkel, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í fjölmiðlum, þar sem reynsluleysi og stirðbusaháttur hefur verið henni nokkur fjötur um fót. Ekki bætir úr skák að Edmund Stoiber, sem var kanslarakandídat kristilegra demókrata í kosningunum 2002, virðist harðákveðinn að valda uppnámi í kosningabaráttunni. Hann segir Austur-Þjóðverja hafa kosið Schröder og fer ófögrum orðum um landa sína austan gömlu landamæranna. Þannig hefur Stoiber kynt enn undir andúð milli Wessis, velmegandi, hrokafullra Vestur-Þjóðverja, og Ossis, sem er lýst sem síkvartandi, blönkum Austur-Þjóðverjum. Þessar yfirlýsingar hafa vakið litla kátínu, hvort sem er meðal þeirra sem Stoiber hefur svo sterkar skoðanir á eða flokkssystkina hans. Merkel mun hafa hringt í Stoiber til að segja honum að tjá sig ekki við fjölmiðla, en það dugði ekki til. Samstarfsmenn hans segja þetta úthugsaða aðferð til þess að vinna kjósendur í suðurhluta Þýskalands og að þeir sem hann móðgi séu hvort eð er ekki kjósendur kristilegra demókrata. Það verði Bæjaraland sem færi flokknum sigur og þar er Stoiber forsætisráðherra. Aðrir telja að Stoiber sé að hefna sín á Merkel og kenni henni um að hann varð ekki kanslari fyrir þremur árum. Og þessar deilur ætlar Schröder greinilega að nýta sér út í ystu æsar.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Sjá meira