Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 10:28 Shigeru Ishiba var ánægður með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á japanska þinginu í morgun. EPA Shigeru Ishiba mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Japans þrátt fyrir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, og stuðningsflokkar hafi misst meirihluta á þingi í þingkosningum sem fram fóru í lok október. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986. Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986.
Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52