Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2024 10:28 Shigeru Ishiba var ánægður með niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á japanska þinginu í morgun. EPA Shigeru Ishiba mun áfram gegna embætti forsætisráðherra Japans þrátt fyrir að flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, og stuðningsflokkar hafi misst meirihluta á þingi í þingkosningum sem fram fóru í lok október. Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986. Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir atkvæðagreiðslu í japanska þinginu í dag þar sem þingmenn greiddu atkvæði um nýjan forsætisráðherra. Ishiba hafði þar betur gegn Yoshihiko Noda, leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokksins, CDP. Ishiba mun nú stýra minnihlutastjórn og stendur hann frammi fyrir ýmsum áskorunum, þar með talið óánægju innan eigin flokksins, efnahagsþrengingar, hækkandi lífaldur japönsku þjóðarinnar og flókin tengsl Japan við fjölda nágrannaríkja. Hinn 67 ára Ishiba, sem tók við formennsku í flokknum af Fumio Kishida í september, ákvað að rjúfa þing og boða til kosninga í haust í þeim tilgangi að fá nýtt umboð til að hrinda ýmsum stefnumálum sínum í framkvæmd. Kishida hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins í kjölfar fjölda hneykslismála tengdum flokknum sem hafði leitt til dvínandi trausts japansks almennings. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur verið við völd í Japan nánast óslitið frá 1955 en tapaði í kosningunum 64 þingsætum og þar með meirihlutanum í neðri deild japanska þingsins. Það eru verstu úrslit stjórnarflokksins frá því að hann tapaði völdum til skamms tíma árið 2009. Shigeru Ishiba hefur gegnt fjölda ráðherraembætta á ferli sínum, þar með talið embætti ráðherra varnarmála, og setið á japanska þinginu frá 1986.
Japan Tengdar fréttir Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50 Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði. 28. október 2024 08:50
Ishiba verður næsti forsætisráðherra Japans Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti. 27. september 2024 07:52