Réttarhöld aldarinnar? 16. ágúst 2005 00:01 Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun