Fjárfestar á flugi Hafliði Helgason skrifar 17. ágúst 2005 00:01 Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun