Bloggóð þjóð 26. ágúst 2005 00:01 Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun