Telur möguleika sína hafa aukist 29. ágúst 2005 00:01 Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. Þingkosningarnar fara fram þann 12. september. Kosningabaráttan snýst að miklu leyti um innanríkismál þar sem tekist er á um grundvallaratriði, annars vegar þar sem hægri flokkar boða skattalækkanir og aðhald í opinberum umsvifum meðan vinstri flokkar með Verkamannaflokkinn í forystu boða aukin útgjöld til samfélagsþjónustu. Þegar Íslendingar heyra um þingkosningar í Noregi er kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann: Mun niðurstaða kosninganna hafa einhver áhrif á afstöðu norskra stjórnvalda til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Kjell Magne Bondevik var um helgina viðstaddur opnun minnisvarða um Gulaþing í Vestur-Noregi en þar ræddi Stöð 2 við forsætisráðherrann. Hann segir að Evrópusambandsaðild sé í raun ekki á dagskrá kosningann þann 12. september. Norðmenn viti að Evrópusambandið sjálft sé óákveðið, það viti ekki hvert það eigi að stefna eftir að nokkur aðildarríki höfnuðu norsku stjórnarskránni. Ríkin séu heldur ekki sammála um langtímafjárhagsáætlun sína. Þess vegna séu Evrópumálin ekki ofarlega á baugi þessa stundina í Noregi. Allir flokkarnri telji að Norðmenn hafi nægan umhugsunartíma. Hann telji sjálfur að málið komist ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili en ef svo verði voni hann að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort Norðmenn eigi yfir höfuð að sækja um aðild. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, þykir líklegur til að velta hægri stjórn Bondevik úr sessi og mynda vinstri stjórn, jafnvel samsteypustjórn en hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Noregi. Norðmaður einn sagði að aðeins eitt væri öruggt í þessum kosingum: Noregur myndi fá nýjan forsætisráðherra. Aðspuður hvort hann sé sammála þessu segir Bondevik að það séu deildar meiningar um þetta, þess vegna séu haldnar kosningar. Lengi vel hafi litið út fyrir að rauðu flokkarnir næðu meirihluta og þá yrði skipt um ríkisstjórn og forsætisráðherra en nú sé baráttan mun opnari. Bilið hafi minnkað í skoðanakönnunum og möguleikarnir á að hann haldi áfram sem forsætisráðherra hafi aukist. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi. Þingkosningarnar fara fram þann 12. september. Kosningabaráttan snýst að miklu leyti um innanríkismál þar sem tekist er á um grundvallaratriði, annars vegar þar sem hægri flokkar boða skattalækkanir og aðhald í opinberum umsvifum meðan vinstri flokkar með Verkamannaflokkinn í forystu boða aukin útgjöld til samfélagsþjónustu. Þegar Íslendingar heyra um þingkosningar í Noregi er kannski það fyrsta sem kemur upp í hugann: Mun niðurstaða kosninganna hafa einhver áhrif á afstöðu norskra stjórnvalda til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu? Kjell Magne Bondevik var um helgina viðstaddur opnun minnisvarða um Gulaþing í Vestur-Noregi en þar ræddi Stöð 2 við forsætisráðherrann. Hann segir að Evrópusambandsaðild sé í raun ekki á dagskrá kosningann þann 12. september. Norðmenn viti að Evrópusambandið sjálft sé óákveðið, það viti ekki hvert það eigi að stefna eftir að nokkur aðildarríki höfnuðu norsku stjórnarskránni. Ríkin séu heldur ekki sammála um langtímafjárhagsáætlun sína. Þess vegna séu Evrópumálin ekki ofarlega á baugi þessa stundina í Noregi. Allir flokkarnri telji að Norðmenn hafi nægan umhugsunartíma. Hann telji sjálfur að málið komist ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili en ef svo verði voni hann að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það hvort Norðmenn eigi yfir höfuð að sækja um aðild. Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins, þykir líklegur til að velta hægri stjórn Bondevik úr sessi og mynda vinstri stjórn, jafnvel samsteypustjórn en hefð er fyrir minnihlutastjórnum í Noregi. Norðmaður einn sagði að aðeins eitt væri öruggt í þessum kosingum: Noregur myndi fá nýjan forsætisráðherra. Aðspuður hvort hann sé sammála þessu segir Bondevik að það séu deildar meiningar um þetta, þess vegna séu haldnar kosningar. Lengi vel hafi litið út fyrir að rauðu flokkarnir næðu meirihluta og þá yrði skipt um ríkisstjórn og forsætisráðherra en nú sé baráttan mun opnari. Bilið hafi minnkað í skoðanakönnunum og möguleikarnir á að hann haldi áfram sem forsætisráðherra hafi aukist.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira