Voru slit R-listans mistök? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2005 00:01 Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar