Margt jákvætt í okkar leik 4. september 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira