Lilja fær að ættleiða barn 5. september 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för." Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir sem barist hefur fyrir því fyrir dómstólum að fá að ættleiða barn frá Kína hefur unnið sigur. Hún hefur fengið erindi þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu að það hafi veitt henni forsamþykki til að ættleiða barn frá Kína. "Ég er sérstaklega ánægð með að réttlætið skyldi ná fram að ganga, þannig að jafnt gangi yfir alla" sagði Lilja við Fréttablaðið í gær. "Þess vegna ákvað ég að fara með þetta alla leið. Svo er ég afar glöð yfir þessum málalokum, en það er hlutur sem ég tekst á við í rólegheitum eins og ég á að gera," bætti hún við og undirstrikaði að þar sem málið væri nú komið af opinberum vettvangi myndi hún ekki tjá sig frekar um það. Lilja sótti um forsamþykki til ættleiðingar til dómsmálaráðuneytis. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mælti eindregið með því að forsamþykki til ættleiðingarinnar yrði veitt. Þá leitaði ráðuneytið til ættleiðingarnefndar með vísan til þess að þyngd umsækjanda væri yfir kjörþyngd. Nefndin mælti ekki með leyfi til ættleiðingar þrátt fyrir að fyrirliggjandi væru ítarleg læknisvottorð um heilbrigði Lilju. Ráðuneytið synjaði ættleiðingarumsókninni. Lilja höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann felldi í dómsniðurstöðu sinni synjunarúrskurð dómsmálaráðuneytisins úr gildi. Hins vegar vísaði dómurinn frá viðurkenningarkröfu Lilju um að hún uppfyllti skilyrði til forsamþykkis, þar sem það væri í verkahring stjórnvalda en ekki dómstóla að kveða á um slíkt. Lögmaður Lilju, Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. kærði síðarnefnda atriðið til Hæstaréttar. Jafnframt fór Ragnar Aðalsteinsson hrl. fram á endurupptöku umsóknar Lilju ráðuneytinu. Nú fékk hún samþykki. Kæran til Hæstaréttar er þar með niður fallin. "Ég hlýt að fagna því að ráðuneytið skuli hafa ákveðið að viðhafa réttar aðferðir til að komast að niðurstöðu," sagði Sigríður Rut, lögmaður Lilju. "Með því er að sjálfsögðu ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að veita forsamþykki. Hér eftir geri ég ráð fyrir að ráðuneytið muni fara að lögum þegar það er að taka afstöðu til umsókna um ættleiðingar, en ómálefnaleg sjónarmið verði ekki látin ráða för."
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira