Sport

Newcastle ætlar á topp sex

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur gefið það út að krafa stjórnarinnar sé að liðið endi ekki neðar en í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor, eftir að gríðarlegum fjármunum hefur verið varið í að styrkja hópinn í sumar. "Við setjum stefnuna á topp sex, ekki spurning," sagði Shepherd. "Við höfum varið 50 milljónum punda í að styrkja liðið síðan í janúar og nú er kominn tími til að sjá árangur á vellinum. Graeme Souness hefur losað sig við tíu leikmenn og fengið þá tíu til baka sem hann vildi, þannig að nú er honum ekkert að vanbúnaði," sagði Shepherd. Vitað var að pressa yrði á Souness í vetur, en þessi ummæli tryggja það að búast má við að Souness verði fljótlega látinn fjúka ef hann nær ekki árangri með liðið. Liðið hefur aðeins náð í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum og á enn eftir að skora mark.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×