Davíð verður seðlabankastjóri 9. september 2005 00:01 "Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
"Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun