Davíð verður seðlabankastjóri 9. september 2005 00:01 "Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
"Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun