Dagsformið ræður úrslitum 9. september 2005 00:01 Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með töluverðum yfirburðum en eini leikurinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, á ekki von á því að sú staðreynd að KR er eina liðið sem fengið hefur stig út úr viðureign við Breiðablik í sumar, muni hjálpa liðinu í úrslitaleiknum. "Við höfum misst fimm leikmenn til útlanda í nám þannig að hópurinn okkar er þunnskipaðari en hann hefur verið í allt sumar. En það eru allir leikmenn leikfærir og ég hef fundið fyrir mikilli tilhlökkun hjá leikmönnum fyrir því að spila þennan úrslitaleik. Ég ætla að leggja áherslu á það að stelpurnar hafi gaman að því að spila leikinn og leggi sig fram fyrir hvor aðra." Breiðablik og KR hafa fjórum sinnum mæst í úrslitum bikarkeppninnar og hefur Breiðablik haft betur í þremur viðureignanna en KR einu sinni. Breiðablik hefur þrettán sinnum leikið til úrslita í bikarkeppni og unnið átta sinnum, en KR hefur tvisvar sinnum unnið bikarinn í sex úrslitaleikjum til þessa. Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiðabliks, er viss um að jafnræði verði með liðunum í leiknum. "Bikarleikir eru alltaf erfiðir og sérstaklega þegar leikið er til úrslita því það sem ræður oft úrslitum er hvernig leikmenn ná að standa sig undir því mikla álagi sem er í úrslitaleikjum. Ég mun leggja áherslu á það að stelpurnar verði tilbúnar í slaginn og er meðvitaður um að KR er með gott lið. Við lentum í erfiðleikum á móti KR í sumar og það var í raun heppni sem réð því að við gerðum jafntefli í Frostaskjólinu. Þetta verður því örugglega mikil barátta og ef við ætlum að vinna þá verða stelpurnar að halda ró sinni og einbeita sér að því að spila fótbolta eins og þær geta best. Það er lykilatriði að láta ekki spennuna trufla sig." Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira
Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með töluverðum yfirburðum en eini leikurinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu. Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, á ekki von á því að sú staðreynd að KR er eina liðið sem fengið hefur stig út úr viðureign við Breiðablik í sumar, muni hjálpa liðinu í úrslitaleiknum. "Við höfum misst fimm leikmenn til útlanda í nám þannig að hópurinn okkar er þunnskipaðari en hann hefur verið í allt sumar. En það eru allir leikmenn leikfærir og ég hef fundið fyrir mikilli tilhlökkun hjá leikmönnum fyrir því að spila þennan úrslitaleik. Ég ætla að leggja áherslu á það að stelpurnar hafi gaman að því að spila leikinn og leggi sig fram fyrir hvor aðra." Breiðablik og KR hafa fjórum sinnum mæst í úrslitum bikarkeppninnar og hefur Breiðablik haft betur í þremur viðureignanna en KR einu sinni. Breiðablik hefur þrettán sinnum leikið til úrslita í bikarkeppni og unnið átta sinnum, en KR hefur tvisvar sinnum unnið bikarinn í sex úrslitaleikjum til þessa. Úlfar Hinriksson, þjálfari Breiðabliks, er viss um að jafnræði verði með liðunum í leiknum. "Bikarleikir eru alltaf erfiðir og sérstaklega þegar leikið er til úrslita því það sem ræður oft úrslitum er hvernig leikmenn ná að standa sig undir því mikla álagi sem er í úrslitaleikjum. Ég mun leggja áherslu á það að stelpurnar verði tilbúnar í slaginn og er meðvitaður um að KR er með gott lið. Við lentum í erfiðleikum á móti KR í sumar og það var í raun heppni sem réð því að við gerðum jafntefli í Frostaskjólinu. Þetta verður því örugglega mikil barátta og ef við ætlum að vinna þá verða stelpurnar að halda ró sinni og einbeita sér að því að spila fótbolta eins og þær geta best. Það er lykilatriði að láta ekki spennuna trufla sig."
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sjá meira